Jökull - 01.01.2021, Qupperneq 117
Society report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995,
1995–2019 og 2019–2020
Hrafnhildur Hannesdóttir
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík
hh@vedur.is; https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.115
YFIRLIT — Sjálfboðaliðar félagsins fóru til mælinga síðastliðið haust en þó nokkrir komust ekki til að mæla
vegna tilmæla sóttvarnaryfirvalda um að ferðast ekki á milli landshluta á haustmánuðum. Alls bárust upp-
lýsingar frá tæplega 40 sporðamælistöðum. Langflestir sporðar hopa og er hörfunin mest á Síðujökli og
austanverðum Breiðamerkurjökli eða í kringum 200 m. Hins vegar mælist framgangur á örfáum sporðum í
sunnnanverðum Vatnajökli, sem nú er auðvelt að bera saman við hraðasviðsmyndir úr gervitunglagögnum.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Langflestir mældir sporðar hörfa eða um 80% þeirra,
víða er hörfunin nokkrir tugir m, en um og yfir 100
m hop mælist á 10 stöðum. Svínafellsjökull, Falljök-
ull, Hrútárjökull og hluti Fjallsjökuls gengu greinilega
lítillega fram, sem og Brókarjökull og Morsárjökull.
Að þessu sinni var gerlegt að ganga meðfram jaðri
Svínafellsjökuls þar sem jörð var frosin og vatnsstað-
an í lóninu lág. Jökuljaðarinn er hærri núna en hann
hefur verið um nokkurra ára skeið. Svipaða sögu er
að segja af Falljökli og ljóst að þeir hafa báðir gengið
lítillega fram. Frá síðustu mælingu Falljökuls er nokk-
ur munur á ásýnd jökulsporðsins þar sem hann virðist
nú allur hærri og brattari. Samkvæmt heimamönnum
gekk jökullinn fram, mögulega um nokkra tugi metra,
síðastliðinn vetur (2019–2020) og var kominn nálægt
færanlegri brú sem jöklagöngufólk notar til þess að
komast yfir ána sem rennur úr jöklinum. Austurríska
fyrirtækið ENVEO hefur unnið skriðhraðakort fyrir
íslenska jökla út frá gervitunglamyndum í samstarfi
við Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskól-
ans. Út frá þeim kortum má sjá að aukning hefur orðið
á hraða ísskriðsins á nokkrum svæðum á skriðjöklum
Öræfajökuls á síðustu árum. Hægt er að skoða hraða-
kortin mánuð fyrir mánuð á tímabilinu 2014 til 2020
á vefslóðinni cryoportal.enveo.at
Mælingar á sporðum sem ganga út í lón, svo
sem austanverður Skeiðarárjökull, Morsárjökull og
Heinabergsjökull, eru erfiðar, og ekki víst að alltaf
fáist marktæk mæling þegar jökullinn liggur flatur
út í lónið og brotnar af honum. Nemendur Fram-
haldsskóla Austur-Skaftafellssýslu mæla Heinaberg-
sjökul með fjarlægðarkíki í fylgd kennara og Snæv-
arrs Guðmundssonar og bera niðurstöðurnar saman
við stöðu jökulsins á gervitunglamyndum. Snævarr
Guðmundsson á Náttúrustofu Suðausturlands sinnir
einnig mælingum á Kvíárjökli, Hrútárjökli, Fjalls-
jökli og Breiðamerkurjökli og er jaðarinn hnitaður af
Landsat 8 gervitunglamyndum einvörðungu.
Nýr umsjónarmaður er tekinn við mælingum á
Reykjarfjarðarjökli. Ragnar Heiðar Þrastarson tekur
við keflinu úr hendi föður síns Þrastar Jóhannssonar,
sem sinnt hefur mælingum í 25 ár. Mæling jökulsins
helst því áfram innan þeirra fjölskyldu sem upphaflega
tók að sér verkið. Guðfinnur Jakobsson, föðurbróðir
Þrastar, mældi jökulinn í hálfa öld á undan Þresti. Frá
sumarhúsum í Reykjarfirði er nú farið að bera talsvert
á jökulskerjum ofan við Þaralátursfjörð. Þau ganga
upp frá jaðri jökulsins á milli Ljótarjökuls og Þaralát-
ursjökuls og standa bændur í Reykjarfirði nú frammi
fyrir því verkefni að nefna þetta nýja land.
JÖKULL No. 71, 2021 115