Jökull


Jökull - 01.01.2021, Side 120

Jökull - 01.01.2021, Side 120
Hrafnhildur Hannesdóttir ár og kvíslar þveraðar, og var í fyrsta sinn gengið und- ir Hengibjörgum á leiðinni tilbaka. Þórisjökull – Guðbjörn Margeirsson og fjölskylda náðu mælingu á tveimur sporðum, en þar voru ákvarð- aðir viðmiðunarpunktar haustið 2018, og reyndust jöklarnir hafa hopað um tæpa 20 og 40 m. Hofsjökull Blágnípujökull – Aðstæður til mælinga voru góðar, en hægt var að komast að jökuljaðrinum þar sem ána hafði lagt. Jökullinn heldur áfram að hopa. Nauthagajökull og Múlajökull – Að þessu sinni tók þó nokkur hópur þátt í mælingum með Leifi Jónssyni. Sporðarnir mældir með GPS-tæki og fjarlægðarmæli þar sem lón hindra för mælingamanna. Sátujökull – Ekki náðist mæling þetta haustið. Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Sporðurinn áætlaður með fjarlægð- arkíki og er hörfunin rúmlega 50 m á þeirri mælilínu sem stuðst er við. Ljóst er að jökullinn næst Hvítmögu er mjög sléttur og þunnur og þar hefur brotnað framan af sporðinum. Sléttjökull – Ekki náðist mæling þetta haustið. Suðurlandsjöklar Torfajökull – Ágúst Hálfdánsson og félagar mældu suðursporð Torfajökuls í fyrsta nýsnævi haustsins. Tindfjallajökull – Ekki var unnt að mæla Tindfjalla- jökul þetta haustið. Vatnajökull Síðujökull – Vitjað var um sporð Síðujökuls snemma vors 2021, en ekki tókst að fara til mælinga um haust- ið. Jökullinn hefur hörfað mikið milli ára, ríflega 200 m. Skeiðarárjökull austur – Dauðís, kelfandi sporður og allstórt lón, svokallað Háöldulón gerir mælingafólki erfitt um vik að staðsetja virkan jökuljaðar. Þó virðist þessi armur jökulsins hörfa um nokkra tugi metra milli ára. Skeiðarárjökull lækkar stöðugt á milli Skafta- fellsfjalla og Grænafjalls/Súlutinda. Morsárjökull – Örlítill framgangur mælist á sporðin- um. Jökullinn heldur áfram að lækka að vestanverðu en er töluvert hærri þar sem skriða féll á jökulinn árið 2007. Hópurinn sem slóst í för með mælingamönnum við norðanverðan Torfajökul. Vel gekk að finna sporð- inn þrátt fyrir talsvert nýsnævi. – The group join- ing the measurements of the terminus of northern Torfajökull, which was successful despite considera- ble amount of new snow. Ljósm./Photo: Hálfdán Ágústsson, 1. október, 2020. Skaftafellsjökull – Ekki varð komist til mælinga þetta haustið. Öræfajökull Svínafellsjökull – Jökullinn hefur greinilega gengið fram milli ára. Falljökull – Samkvæmt skýrslu Svövu Bjarkar er jök- ullinn allur hærri í jaðarinn og ljóst að hann hefur gengið aðeins fram. Kvíárjökull – Hörfun mælist á öllum þremur mælilín- um við Kvíárjökul, sem Snævarr Guðmundsson áætl- ar út frá Landsat8 myndum. Hafa skal í huga að óviss- an er ±15 m með því að notast við myndirnar. Búið er að uppfæra og yfirfara mælingar síðustu tveggja ára- tuga, sjá töflu. 118 JÖKULL No. 71, 2021
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.