Jökull - 01.01.2021, Side 127
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum
1934 og árið 1938 höfðu þar orðið mikil tíðindi. Þá
varð gífurlega stórt Skeiðarárhlaup. Það sást engin
aska eða neitt óvenjulegt nema feiknalegar sprungur
eða sigdæld og menn skildu ekki hvað hafði gerst. Á
þessum árum var það mikil ráðgáta, hvert samband
væri milli jökulhlaupa og eldgosa í Mýrdalsjökli og
Vatnajökli. Vafi lék á því, hvað væri orsök og hvað
afleiðing. Mjög lítið var vitað um dreifingu jarðhitans
á Íslandi. Menn höfðu heyrt um landrekskenningu Al-
freds Wegeners, en hún fékk ekki hljómgrunn meðal
jarðvísindamanna vegna þess, að ekki voru þekktir
kraftar, sem gætu flutt til heilu meginlöndin.
Ferð í Grímsvötn 1942
Við Steinþór skipulögðum skíðaleiðangur á Vatnajök-
ul 1942 og var Steinþór fararstjóri. Markmiðið var
ekki aðeins að kanna og mæla Grímsvötn milli gosa,
heldur einnig að prófa gagnsemi skíðaíþróttarinnar í
meirháttar ferð á jökli. Fjórir menn voru í leiðangr-
inum. Steinþór, ég og Franz bróðir minn og Sveinn
Þórðarson, þá nýbakaður doktor í eðlisfræði. Þá hafði
enginn maður komið í Grímsvötn frá 1938, en það
vissum við ekki þá. Af slíku voru litlar fréttir. Það
voru nánast engir í slíkum ferðum á þeim árum. Þetta
var það mikið fyrirtæki og mikil óvissa. Við vorum þá
búnir að ganga á flest fjöll hérna í nágrenninu í nokk-
ur ár við allskonar aðstæður og langaði til að sjá hvað
skíðaíþróttin dygði á jöklana. Við vorum allir skíða-
menn af lífi og sál.
Á þessum tíma var ekki hægt að komast lengra
á bíl en austur að Lómagnúpi. Áætlunarbíllinn fór
ekki lengra en að Kirkjubæjarklaustri en þaðan fengu
leiðangursmenn vörubíl til að flytja sig að Kálfafelli
í Fljótshverfi. Jöklaleiðangur varð að undirbúa mjög
vel, því ekki þýddi að sjá eftir neinu þegar komið var
austur fyrir fjall. Það var erfitt verk að koma mönnum
og farangri að íslensku jöklunum, því landið var víð-
ast ógreiðfært og vegalaust, og ekki var heldur hlaupið
að því að komast upp á jökulröndina, upp á skriðjök-
ul, sem venjulega var illa fær, sprunginn og fjandsam-
legur. Það var fyrst þegar komið var að hjarnmörk-
um, sem hagur skíðamannsins tók að vænkast en þá
var alveg undir hælinn lagt hvernig færið og veðrið
var. Til viðbótar því er svo hvernig menn fara að við
að lifa af á jöklinum. Þá þarf áætlun að standast frá
degi til dags. Í þessu vorum við náttúrlega byrjend-
ur þó Steinþór væri ábyggilega reyndasti ferðamaður
á Íslandi, en þegar þetta var hafði hann staðið fyrir
landmælingum á öllu svæðinu fyrir norðan Hofsjökul,
Sprengisand og Vatnajökul alveg austur í Lónsöræfi.
Steinþór hafði byrjað sem aðstoðarmaður í mæl-
ingaleiðöngrum danska hersins en þegar í ljós kom
hvað í honum bjó hækkaði hann í tign og var falið
að stjórna hermönnum í mælingum. Það var óþekkt
í her að óbreyttur borgari stjórnaði herflokki. Stein-
þór hafði venjulega tvo eða þrjá dáta sér til aðstoðar
og þannig hafði hann skólast í einhverri þeirri hörð-
ustu mælingarvinnu sem um getur. Það var á svæðinu
milli Dyngjufjalla og Vatnajökuls, sem danski dátinn
grét út af eintómri einsemd.
Leiðangurinn lagði upp frá Kálfafelli í Fljótshverfi
og fékk þar hesta og fylgdarmann upp að Síðujökli. Á
þeim tíma var einn sleði í landinu sem vitað var um
og hægt var að nota. Það var Nansen-sleði sem Guð-
mundur frá Miðdal átti og hann fengum við lánaðan.
Einnig fengum við lánaðan klyfjabúnað frá dönsku
mælingamönnunum. Þetta ár kom enginn danskur
leiðangur til Íslands af þeirri ástæðu að það var búið
að hernema Danmörku. Steinþór vissi hvar útbúnað-
urinn, sem Danirnir höfðu komið með, var geymdur.
Það var uppi á geymslulofti hjá Vegagerð ríkisins með
því fororði, að enginn mætti snerta á honum þar til
næsti leiðangur kæmi. Samt fór svo, að við fórum
með danskan klyfjabúnað, sem reyndist okkur vel.
Fyrsti dagurinn fór í að komast upp að jöklinum
og að selflytja farangurinn upp á Síðujökul. Það var
mikið basl. Við komumst einn kílómetra fyrsta dag-
inn og tjölduðum svo þar á klakanum. Síðan héldum
við þessu áfram á ísnum og lentum í dimmviðri. Í
ljós kom, þegar við loks komumst á snjó, að það voru
miklar snjóöldur á jöklinum og færið mjög þungt. Það
var ekki fyrr en við fórum framhjá Pálsfjalli, að færið
fór að skána og þá fór okkur að líða vel. Þá var þetta
orðið gaman. Við höfðum á tilfinningunni að við vær-
um algjörlega einir í heiminum. Flugsamgöngur voru
ekki komnar. Ef maður heyrði í flugvél varð að reikna
með að það gæti verið þýsk njósnaflugvél. Við spek-
úleruðum talsvert í þessum þýsku njósnaflugvélum og
Sveinn var svo mikil prakkari, að hann bjó eitt sinn til
stóran hakakross í snjóinn. Þegar ég komst að því,
JÖKULL No. 71, 2021 125