Jökull


Jökull - 01.01.2021, Síða 130

Jökull - 01.01.2021, Síða 130
Einar B. Pálsson En annað var, sem gerði verkið sérlega erfitt. Það voru hin fjölmörgu íslög í jökulsnjónum, er myndast hvert um sig á jökulyfirborði, þegar skiptast á þíðviðri og frost, og hverfa svo undir nýjan snjó. Það var ær- ið verk fyrir okkur fjóra að ljúka þessu verki á einum degi, en undan því varð ekki vikist vegna veðurofsans. Seint um kvöldið var íbúðin tilbúin í íshellinum og við fluttum inn. Íbúðin var þröng, þegar við lág- um allir, svo að við lá, að ef einn þurfti að snúa sér, þyrftu allir hinir að snúa sér um leið. Við steinsváfum um nóttina örþreyttir. Við lágum það djúpt í jöklin- um, að við heyrðum ekki í veðurhamnum fyrir ofan, auk þess sem við höfðum byrgt opið með skíðum og sleða. Loftþyngdarmælir, sem við höfðum meðferðis, sýndi að íshellirinn væri í 1245 m hæð yfir sjó. Þegar við fórum að huga að matseld, lá fyrst fyr- ir að bræða snjó. Við höfðum olíuprímus til þess og hann gefur koltvíildi (öðru nafni kolsýru) frá sér, sem er eðlisþyngri en andrúmsloftið og við lágum á botn- inum í djúpri gryfju úr snjó með þéttsettum láréttum íslögum. Við höfðum áður notað prímus í snjóhúsi, en ekki niðri í gryfju. Gæti hugsast, að við mynd- um sofna svefninum langa í kaldri gröf Mýrdalsjök- uls, þreyttir sem við vorum. Svo sem högum okkar var komið, lá varla annað fyrir en að láta reyna á þetta. Við kyntum prímusinn og þefuðum langa hríð í allar áttir en ekkert misjafnt fannst. Svo var ályktað, að heilnæmur snjór og klaki Mýrdalsjökuls myndi sjá um að drekka í sig ólyfjan prímussins. Það er eitt megineinkenni jökuls, að á hann of- anverðan fellur meiri snjór á vetri en nær að þiðna á sumri. Allan tímann fellur ryk úr lofti og sest á snjó- inn. Stundum fellur samt meira ryk en ella, t.d. af sandbyl eða öskufalli. Jökull bráðnar einkum á yfir- borði. Vatnið sígur niður eða gufar upp, en rykið situr eftir á yfirborðinu. Þar er því snjórinn dekkri en ella og myndar þunnt, dökkt sumarlag á jöklinum eftir að nýr snjór fer að safnast saman ofan á honum á hausti. Þegar við grófum gryfjuna fyrir íshellinn, kom- um við niður á dökkleitt lag á fjögurra metra dýpi, sem leit út fyrir að vera snjófyrningin frá sumrinu á undan. Það hefði verið í samræmi við það, sem sænsk-íslenski Vatnajökulsleiðangurinn 1936 komst að á Vatnajökli. Jón Eyþórsson var annar af leiðtogum þess leiðangurs. Þessir fjórir metrar áttu eftir að verða okkur afdrifaríkir. Næsta morgun var maður sendur upp á jökulyfir- borð til þess að huga að veðrinu. Hann kom skjótt niður aftur og tilkynnti, að alls ekki væri ferðaveður, svo að sjálfgefið var að fara ekki, enda var tilgangur okkar að fá yfirsýn yfir Mýrdalsjökul og hans aðskilj- anlegu náttúrur og hvað rannsaka mætti með mæling- um, ekki síst með hliðsjón af Kötlu og Kötluhlaupum. Það hafði ekki verið gert áður. Við máttum dúsa í íshellinum og við hann í þrjár nætur og fjóra daga vegna veðurs. En svo birti og við vorum fljótir að koma okkur af stað, þótt komið væri kvöld. Við gengum yfir vestustu jökulbunguna. Hún var brött og sprungin og sleðinn þungur í taumi. Efst á bungunni var þokuslæðingur. Þegar komið var yfir bunguna varð allt léttara, nema þokan. Hún varð niða- dimm. Við tjölduðum um hánótt og höfðum þá gengið um 10 km frá íshellinum. Við höfðum ekkert ábyggi- legt kort og vissum ekki, að við höfðum gengið um hæsta stað Mýrdalsjökuls. Bungan sú var nafnlaus þá eins og flest annað á jöklinum, en nefnist nú Goða- bunga að tillögu Jóns Eyþórssonar. Frá henni fellur skriðjökull bratt niður í átt að Goðalandi. Hinn nýi tjaldstaður var mjög miðsvæðis á há- jöklinum, austan við Goðabungu en skammt vestan við staðinn, þar sem menn töldu Kötlugjá vera undir. Steinþór Sigurðsson miðaði „Kötlustaðinn“ reynd- ar út með landmælingatækjum eftir ljósmyndum af Kötlugosinu 1918, sem teknar voru úr byggð. Það- an sést lítið sem ekki til kennileita utan jökulsins og enga missmíði var að sjá þar á jökulyfirborðinu. Þarna gistum við fjórar nætur í góðu veðri, þótt þokan væri oftast á næsta leiti og birgði stundum sýn. Við gátum þurrkað föt okkar og svefnpoka eftir dvöl- ina í íshellinum og fórum lausgangandi á skíðum vítt um hájökulinn til skoðunar og mælinga, þ.á m. til Kötlukolla, sem við nefndum svo, og á Suðurbungu (heitir nú Háabunga), sem reyndist ekki vera eigin- leg bunga, heldur tiltölulega mjór og langur hryggur á suðurjaðri jökulsins og annar hæsti staður hans. Þar er suðurbrún Mýrdalsjökuls, sem ber við loft neðan úr Mýrdal. Steinþór, sá reyndi mælingamaður, lét sig ekki muna um að koma sér upp prívat-þríhyrningakerfi til 128 JÖKULL No. 71, 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.