Jökull - 01.01.2021, Page 131
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum
mælinga þarna uppi á hájöklinum. Þangað höfðu hinir
dönsku landmælingamenn ekki farið á sínum tíma.
Þetta var „einnotakerfi“ því að ekki er hægt að merkja
mælingastöðvar með varanlegum hætti á jökulhjarni,
sem er á hreyfingu. Ekki reyndist auðvelt að finna þrí-
hyrningamælistöð utan Mýrdalsjökuls, sem unnt væri
að tengja nýja þríhyrningakerfið við. Þessu þurfti að
koma á hreint í annarri ferð.
Steinþóri tókst fljótlega að safna nægum upplýs-
ingum með mælingum sínum til þess að gera allgott
kort af Mýrdalsjökli með 100 metra hæðarlínum –
að undanskildum allra nyrsta hluta jökulsins. Þá var
hægt að átta sig á formi jökulsins í fyrsta sinn, því að
kort dönsku landmælingastofnunarinnar fengust ekki
hingað meðan heimsstyrjöldin stóð.
Á þessum tjaldstað vorum við 4 nætur. Þar gróf-
um við 5,4 metra djúpa snjógryfju til þess að kanna
snjólagið frá síðasta vetri. Svo tókum við okkur upp
og héldum vestur á bóginn með sleða og farangur
í togi og stefndum á Fimmvörðuháls. Á þeirri leið
sáum við til tindanna í norðvesturhorni jökulsins, þar
sem Entujökull skríður úr Mýrdalsjökli til norðvesturs
niður á Emstrur. Við ákváðum að skilja sleðann eftir
á hájöklinum og fara þangað lausgangandi á skíðun-
um. Þaðan fengum við ágæta yfirsýn yfir norðurhluta
Mýrdalsjökuls og hrikalegt náttúrufar á þeim slóðum,
sem varla neinn hafði kannað áður. Þetta var áður en
bílar fóru að fara Fjallabaksleið syðri.
Leið okkar lá nú til sleðans á hájöklinum og héld-
um við áleiðis vestur á bóginn. Við komum svo að
íshelli okkar á ný og notuðum hann nú til þess að
kanna hjarnlagið frá undangengnum vetri enn frekar
með því að grafa gryfju niður úr hellisgólfinu. Um
miðja nótt komum við loks á Fimmvörðuháls, í skála
Fjallamanna og höfðum þá búið á jökli 9 daga sam-
fellt og ferðast um á skíðum. Það var spennandi ævin-
týri, sem heillaði okkur alla. Þegar við komum niður
í Mýrdal, urðu heimamenn forviða, er þeir heyrðu um
illviðrið sem við höfðum hreppt. Þar niðri hafði verið
sólskin allan tímann.
Okkur var ljóst, að við hefðum nú skoðað stærri
hluta af Mýrdalsjökli og fengið betra yfirlit en áður
hafði tekist. Að hvaða gagni mætti það koma? Á þeim
tíma var allt óljóst um orsakatengsl milli jökla og eld-
virkni og einkum Grímsvötn og Kötlu í því sambandi.
Fullyrt var, að Kötluhlaup kæmi niður á Mýrdalssand
í sama mund og gosmökkur Kötlu sæist stíga til lofts,
eða jafnvel fyrr. Sumir álitu, að hlaupið setti gosið af
stað með því að létta fargi af jarðskorpunni, gagnstætt
því sem menn hugsuðu sér að færi fram í Grímsvötn-
um. Þess skal minnst, að á þessum tíma var flekakenn-
ing Wegeners ekki viðurkennd af neinum fræðimanni
hér á landi og að enginn af okkar kynslóð hafði séð
eldgos.
Við ræddum um þessi atriði á heimleiðinni. Það
virtist vera spor í rétta átt, ef takast mætti að fylgj-
ast með yfirborðsbreytingum á þeim hluta af hájökl-
inum sem „fæðir“ Kötlujökul, þ.e. skriðjökulinn sem
skríður niður á Mýrdalssand. Á ferð okkar virtust
mörk þess svæðis vera nokkuð ljós. En þetta var ekki
auðvelt mælingaverkefni, þar sem nær engin jarðföst
kennileiti eru, og punktar á jökulyfirborðinu hreyfast í
þrívíðu rúmi.
Þegar heim kom þróaðist sú hugmynd hjá Stein-
þóri og Jóni Eyþórssyni að merkja allmarga punkta á
jöklinum með lóðréttum stikum, nægilega háum til að
standa upp úr hjarninu næsta sumar á eftir. Þá mætti
bæta nýjum stöngum ofan á stikuendana, sem upp úr
stæðu - og svo koll af kolli og mæla jafnframt hnit
punktanna með þríhyrningamælingu á hverju sumri.
Þá var gert ráð fyrir, að snjófyrningar hvers árs væru
að meðaltali um 4 metrar, svo sem fyrr er getið.
Þessari hugmynd var hrint í framkvæmd þá strax
um haustið 1943. En fyrst þurftum við Steinþór og
Jón að fara austur og athuga staðhætti upp með Höfða-
brekkujökli. Á hengiflugi sunnan við hann, í um
1000 metra hæð, hlóðum við stóra mælingavörðu. Frá
henni fengust sjónlínur bæði inn á hájökulinn og til
þríhyrningapunkta í mælingakerfi landsins. Þetta er
hrikalegur staður. Ferðin tók 3 daga.
Í september 1943 var svo gerður leiðangur til þess
að koma upp stikunum á hájöklinum. Steinþór undir-
bjó ferðina og stjórnaði henni. Hún tók 17 daga. Jón
Eyþórsson tók þátt í henni fyrstu átta dagana og tveir
skíðafélagar okkar Steinþórs, Jóhannes Kolbeinsson
og Jóhann Kristinsson. Þegar þeir snéru heim, komu
þrír skíðakappar í staðinn, Friðrik Daníelsson, Gunnar
Hjaltason og Ólafur Björn Guðmundsson, svo að
alltaf voru þrír menn með Steinþóri. Ég komst ekki
vegna skyldustarfa.
JÖKULL No. 71, 2021 129