Jökull


Jökull - 01.01.2021, Síða 132

Jökull - 01.01.2021, Síða 132
Einar B. Pálsson Stikurnar sem átti að setja upp á jöklinum, voru úr hikkoríu, amerískri viðartegund, sem er mjög hörð og sterk, og einkum þekkt sem efni í skíði. Þegar innflutningur á skíðum stöðvaðist vegna heimsstyrj- aldarinnar, tók Benedikt Eyþórsson, húsgagnasmiður, bróðir Jóns, að smíða skíði hér á verkstæði sínu. Það hafði hann lært í Noregi. En smíðaefnið, hikkoría, fékkst flutt inn frá Ameríku og því gátum við fengið það hér. Stikuefnið var um 4 m á lengd og 3,2 cm á kant. Með því að skeyta saman heila stöng og hálfa mátti fá stiku, sem var tæpir 6 metar á lengd. Lagt var upp í þessa jökulferð frá Sólheimakoti í Mýrdal með 7 hesta undir klyfjum og Sigurð bónda ríðandi, en jökulfarar gengu. Þannig var farið nokk- urn spöl upp sjálfan jökulinn og hestarnir svo send- ir til byggða. Síðan drógu leiðangursmenn farangur ásamt stöngum á sleða upp á hájökulinn. Þar var kom- ið í bækistöð. Þá var vika liðin af ferðinni, sem hafði verið sérlega tafsöm og erfið vegna veðurs og færðar. Alls tók leiðangurinn 20 daga. Tuttugur stikur voru settar upp á hájöklinum eins og Steinþór hafði áætlað. Þær mynduðu beinar línur sem skárust líkt og á skákborði. Bil milli þeirra var um 2 km. Þeim var stungið vel niður í snjóinn og hver þeirra styrkt með þrem stögum. Síðan mældi Steinþór lárétta og lóðrétta stöðu hverrar stiku. Þetta allt reyndist ákaflega erfitt verk vegna veð- urs og erfiðrar færðar. Stormur með regni eða slyddu, svo að menn urðu holdvotir, snögg skipti á þíðu og frosti og afleitt færi, hvort heldur á skíðum væri eða lausfóta. Og þoka flesta daga. Furðu vakti, að Stein- þóri skyldi takast að ljúka landmælingaþætti verks- ins, slíkri nákvæmnisvinnu sem þar er, við þessar aðstæður. En hann hafði einstæðan hæfileika til að hugsa skýrt, þótt hann væri í senn þreyttur, kaldur og svangur. Næsta sumar, í ágúst 1944, var enn farinn leið- angur á Mýrdalsjökul, sem ég tók þátt í, og vorum við nú sex saman. Auk okkar Steinþórs og Jóns Ey- þórssonar voru Árni Þ. Árnason, Árni Stefánsson og Franz bróðir minn. Enn á ný lentum við í hrakviðri í Mýrdalnum og komumst ekki upp á jökul fyrr en á fjórða ferðardegi. Við höfðum 8 hesta undir klyfjum og fengum 6 menn að auki til að aðstoða okkur við að draga sleðann alveg upp á jökulinn, ef hann skyldi reynast ófær hestunum. Það vildum við reyna í þessari ferð. Við höfðum tvö tjöld og byrði af nýjum stöngum meðferðis til þess að framlengja stikurnar frá fyrra ári, sem við vonuðum að finna. Þessi leiðangur stóð í 15 daga. Okkur tókst að komast í þoku með klyfjalest- ina yfir sprungubeltið í suðurkanti jökulsins og síðan að halda áfram viðstöðulaust þar til komið var á sömu slóðir á hájöklinum og bækistöðin hafði verið árið áð- ur. Það var mikill léttir. Tjaldstaður var valinn rétt við efstu jökulsprung- una, sem við sáum í upptökum Höfðabrekkujökuls, um það bil í 1200 m hæð. Fylgdarmenn snéru sem hraðast aftur til byggða með hestana í þokunni. En hvar voru nú stikurnar frá fyrra hausti? Við sáum enga. Skyggni var hreint ekki gott. Enginn sagði neitt, en hver hugsaði sitt. Á jökli getur allt komið fyrir, og tjóir ekki um að tala. Við tjölduð- um og bjuggum um okkur undir nóttina og nýjan dag. Næsta morgun byrjuðum við Jón strax að grafa gryfju til þess að mæla snjófyrninguna. Slíkt er venjulega mikið verk á suðurjöklum landsins og veitir að jafn- aði ekki af tímanum til þess. Nú höfðum við tjaldað rétt hjá jökulsprungu, sem var um 1,5 m breið við yf- irborð jökulsins. Með því að grafa gryfjuna í sjálfum sprungubarminum gátum við látið snjóinn falla niður í sprunguna í stað erfiðisins að kasta honum upp úr gryfjunni. þetta var nokkuð válegur vinnustaður, þeg- ar gryfjan dýpkaði. Steinþór og hinir félagar okkar þrír stigu á skíð- in og fóru að leita að stikunum, tveir og tveir saman. Þeir komu til baka undir hádegi og höfðu ekki fundið neina. Seinna fannst reyndar ein stika fallin, sem reist hafði verið norður við Kötlukoll á stað, þar sem bú- ast mátti við að lítt myndi fenna að henni. Við okkur blasti, að tilraun okkar til að merkja jökulyfirborðið til fleiri ára hafði ekki tekist. Ekkert þýddi að sýta það. Það var líka þáttur af reynslunni. En hver var orsökin? Við Jón höfðum grafið dýpra og dýpra um dag- inn og alltaf í hreinum hvítum snjó. Þegar við vorum komnir niður fyrir 4 metra og ekkert dökkleitt sum- arlag kom í ljós, fór málið að vandast. Menn fara yfirleitt ekki með stiga með sér á jökul. Því þarf að gera snjóþrep niður í slíka gryfju og til þess þarf rými til viðbótar. Og á eina hlið var gínandi sprungan. 130 JÖKULL No. 71, 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.