Jökull


Jökull - 01.01.2021, Page 133

Jökull - 01.01.2021, Page 133
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum Eftir að félagar okkar komu heim úr stikuleitinni, var varla um annað að ræða en að reyna að finna sum- arlagið í sprunguveggnum sjálfum með því að síga í jökulssprunguna, finna dökkleitt snjólag í sprungu- veggnum, sem metið yrði sem sumarlag og mæla með málbandi dýpt þess. Við vorum nú ekki beinlínis van- ir sigmenn, en jöklabönd höfðum við að sjálfsögðu og kunnum að fást við hnúta. Mestur verkmaður okkar var Árni Stefánsson. Hann seig fyrstur og prófaði aðferðina. Mælingasér- fræðingurinn Steinþór seig næstur og dýpra. Hann fann, hvernig best væri að mæla dýpt snjó- og ís- laganna í sprunguveggnum. Það var hreint ekki svo einfalt við þessar aðstæður. Loks seig Jón Eyþórs- son, jöklafræðingur okkar, til þess að skoða snjó- lögin og ákvarða, hver þeirra væru sumarlög. Hann hafði reynslu af þess háttar ákvörðunum í snjógryfj- um Sænsk-íslenska leiðangursins átta árum fyrr. Niðurstaðan var, að snjólagið frá september 1943 til ágúst 1944 væri 785 cm á þykkt í jöklinum. Þegar það kom í ljós, var ákveðið að síga dýpra í sprunguna og freista þess að mæla einnig snjólagið milli sumr- anna 1942 og 1943. Það reyndist vera 470 cm. Það var sama jökullagið og við grófum íshellinn í fyrir ári. Þar var lagþykktin 4 m. Jón athugaði einnig og skrá- setti, hvernig efra jökullagið (1943–1944) væri sam- sett úr ís- og snjólögum. Í því mátti greina 38 mis- munandi lög, snjó og ís á víxl, sem eru til marks um umhleypingana uppi á Mýrdalsjökli. Hin mikla þykkt þessa jökullags kom okkur á óvart. Hún var miklu meiri en menn höfðu fundið á Vatnajökli. Nú furð- uðum við okkur ekki lengur á því, að stikurnar okkar væru glataðar. Höfðum við þarna fundið, hvar mestu snjófyrningar verða á Íslandi? Eða í heimi? Nú kom upp spurningin, hvað skyldi gera við allt stikuefnið, sem við höfðum flutt upp á jökulinn með ærinni fyrirhöfn. Hugmynd kom upp að búa til eitt- hvert mannvirki, sem ekki hlyti að fenna í kaf á kom- andi vetri. Ég hannaði „turn“ úr öllu stikuefninu. Hann átti að vera þrístrend trégrind, sem gerð væri formstíf með krossböndum úr tjörubornu trollgarni en haldið fastri með stögum, til þriggja átta. Hæð hans yrði alls rúmir 12 metrar, þar af um 2,5 metrar grafn- ir í snjó í upphafi, að hluta vegna væntanlegar snjó- bráðnunar fram eftir sumrinu. Árni Stefánsson stundaði ekki bara jöklaferðir, hann var áhugamaður um siglingar. Hér er hann við stýr- ið á bát sínum. – Árni Stefánsson was a key partici- pant in the Mýrdalsjökull expeditions in 1943–1944. Ljósm./Photo. Óþekktur./Unknown. Þessi áætlun var samþykkt og verkið hafið tafar- laust. Steinþór og Árni Þ. Árnason unnu með mér að smíði turnsins. Franz, Árni Stefánsson og Jón grófu gryfjuna fyrir turninn og þrjár gryfjur til hliðar fyrir stagfestingar. Þessu verki lukum við á einum löngum og ströngum vinnudegi. Um nóttina veiktist Árni Stefánsson af kölduflog- um og brjóstverk, hinn hraustasti af öllum hraustum, líklega vegna ofreynslu við gröftinn og ofkælingar á eftir. Hann lá „rúmfastur“ daginn eftir á „spítala“, sem við bjuggum honum. Svipað hafði hent tvo aðra í vos- búðinni haustið áður. Við höfðum smíðað turninn í láréttri stöðu, og nú reistum við hann, tólf metra háan, með fótinn í gryfj- unni. Það var ekki einfalt verk fyrir okkur fimm, en það tókst án þess að skemma smíðina. Í ljós kom þá, JÖKULL No. 71, 2021 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.