Jökull


Jökull - 01.01.2021, Side 139

Jökull - 01.01.2021, Side 139
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum bakaleiðinni um nóttina var þoka svo við lentum allt of austarlega og þegar birti voru Kverkfjöll í seil- ingarfjarlægð svo við stóðumst ekki mátið og fórum upp á fjöllin. Þegar þangað kom var kominn bjartur dagur. Þar var þá svo gaman að við vorum þar allan daginn og gengum niður í Hveradalinn og skoðuðum okkur rækilega um. Um kvöldið vorum við búnir að vera á ferðinni stanslaust í meira en sólarhring en sem betur fer gekk vel að finna tjöldin innan um drýlin á Dyngjujöklinum. Þegar við vöknuðum um hádeg- ið daginn eftir var glansandi sólskin og Bárðarbunga innan seilingar hinumegin. Þá skelltum við okkur á sleðanum á nýjan leik og upp á bunguna. Þá var hæð hennar mæld í fyrsta skipti. Við fórum því í Grím- svötn, Kverkfjöll og Bárðarbungu á tveimur dögum. Samstarf sjálfboðaliða og vísindamanna Ferðirnar til rannsókna á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á fimmta áratugnum voru allar farnar í sjálfboðaliðs- vinnu og sama gilti um alla. Sumarfrí og helgarfrí fóru í þetta. Það kom ekkert annað til greina. En þetta voru spennandi ferðir og þessir strákar voru mjög duglegir. Árni Stefánsson var í þessum hópi en hann var einn sá harðduglegasti ferðamaður sem ég hef kynnst. Hann kunni að gera við allt sem bilaði. Gat gert við bíl- vélina þegar hún bilaði og vélsleðann þegar hann bil- aði. Og var svo öllum hraustari, honum varð ekki kalt nema einu sinni. Hann var sá maður sem við sköffuð- um á sínum tíma í Fransk-íslenska leiðangurinn. Við vorum sannfærðir um að ef Árni hefði verið í suður- pólsleiðöngrum þá hefði þeim alltaf gengið betur en raunin varð á. Hann var yfirmaður á bílaverkstæðinu hjá Agli Vilhjálmssyni. Sú samvinna vísindamanna og skíðamanna sem komst á í ferðinni í Grímsvötn 1942 og rannsóknun- um á Mýrdalsjökli var líklega eina leiðin til að koma einhverju í verk á þessum tíma. Jarðvísindastarf á Ís- landi varð fyrir þungu áfalli þegar Steinþór Sigurðs- son lést af slysförum við rannsóknir á Heklugosinu 1947. Þegar Steinþór dó urðu hrein vandræði því hann hafði forystu fyrir svo mörgum verkefnum. Það var hann sem kom með jöklarannsóknir inn á vett- vang Rannsóknaráðs og þær eru ekki fyrir hvern sem er. Þetta eru miklu erfiðari rannsóknir en flest annað og það þarf alveg sérstakt hugarfar og þjálfun í þær. Jón Eyþórsson var frumkvöðull í jöklarannsóknum en hann átti ekki ítök hjá skíðamönnum. Jón var í út- varpsráði og hjá Veðurstofunni, veðurfræðingar voru mjög fáir, svo hann hafði mjög stíft prógramm sjálfur. Hann gerir sér það ljóst að það varð að búa eitthvað til í kringum þessa starfsemi sem stæði saman af leik- mönnum og lærðum og jafnframt að það yrði að vera skemmtilegt. Hann fékk síðan nokkurn hóp í lið með sér og stofnaði Jöklarannsóknafélagið. Ég var ekki með í því að stofna félagið, ég átti á þessum tíma nóg með Skíðasambandið, en þar varð ég að vinna einn það verk sem við Steinþór unnum tveir áður. Þakkarorð Lilja Þorleifsdóttir og Valgerður Jóhannsdóttir tóku þátt í að skrifa upp frásögn Einars. Páll Einarsson og Sigurður Steinþórsson lásu handritið yfir. Einar Baldvin Pálsson og Einfríður Árnadóttir hjálpuðu til við útvegun mynda og Þórdís Högnadóttir skannaði og lagfærði eldri myndir. Heimild Jón Eyþórsson 1945. Um Kötlugjá og Mýrdalsjökul. Náttúrufræðingurinn 15, 145–174. Eftirmáli um Einar og þátt hans í björgun Geysis af Bárðarbungu haustið 1950. Einar B. Pálsson var fæddur 1912 og lést síðla árs 2011 og vantaði þá aðeins fjóra mánuði á verða 100 ára. Stúdentspróf tók hann 1930, 18 ára gamall. Hann lærði byggingarverkfræði í Dresden í Þýskalandi og lauk prófi 1935. Einar starfaði áfram við Háskólann í eitt ár en snéri svo heim enda líkaði honum lítt hvernig mál voru að þróast í Þýskalandi á þessum tíma. Hann starfaði sem yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg um langt árabil og kom m.a. mikið að skipulagsmál- um. Hann varð prófessor við Háskóla Íslands 1974 en lét af störfum vegna aldurs 1982. Einar var þó mjög virkur í aldarfjórðung eftir það og hafði þá forystu um að íslenska fagorð á sviði verkfræði og tækni. Ein- ar var lengi forystumaður í skíðamálum hér á landi. Hann var einnig mikill tónlistarunnandi, sat m.a. í stjórn Kammermúsíkklúbbsins um áratugi. Þá var hann útivistarmaður af lífi og sál og léttur á fæti langt fram á tíræðisaldur. JÖKULL No. 71, 2021 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.