Jökull


Jökull - 01.01.2021, Síða 140

Jökull - 01.01.2021, Síða 140
Einar B. Pálsson Einar B. Pálsson hafði stálminni og gat með mik- illi nákvæmni rifjað upp atburði áratugum eftir að þeir gerðust. Það var á 50 ára afmæli Jöklarann- sóknafélagsins í Norræna Húsinu í nóvember árið 2000 sem hann kom að máli við mig og sagðist vilja koma á framfæri sögunni af því hvernig það kom til að skipulegar jöklarannsóknir hér á landi hófust á 5. ára- tug 20. aldar gegnum samstarf áhugafólks og vísinda- manna, áður en Jöklarannsóknafélagið var stofnað. Í kjölfarið fóru margar heimsóknir til Einars á Ægis- síðuna þar sem hann rakti sögurnar en ég tók upp á segulband. Við Valgerður Jóhannsdóttir og Lilja Þor- leifsdóttir skráðum þær síðan, Einar fór yfir og bætti við. Hann sagði að þessi aðferð, sem við öll höfðum mikla ánægju af, hentaði sér vel. Einar sagði að það væri ekki fyrirhafnarlaust að rifja upp hluti með þess- um hætti, hann yrði að einbeita sér og að það væri meira átak að gera slíkt en verið hefði áður, þegar maður væri kominn undir nírætt. Ætlunin var að koma þessari frásögn á prent fljót- lega eftir að hún væri skráð. Við náðum þó ekki að ljúka verkefninu að fullu, því síðla vetrar 2001 þurfti Einar að gera hlé vegna veikinda Kristínar konu sinn- ar. Þá var svo komið að aðeins átti eftir að rekja síðasta daginn í vélsleðaferðinni á Vatnajökul 1946. Lesa má um þann leiðangur annars staðar2 en ferðin niður af jökli gekk ágætlega. Við ræddum það nokkr- um sinnum á næstu árum að taka upp þráðinn, en af því varð ekki. Frásögnin sem hér birtist er sett fram þannig að orðum og texta Einars er ekki hnikað til nema á stöku stað, og þá aðeins til að tengja saman mismunandi kafla í frásögninni. Þó svo Einar tæki ekki þátt í jöklarannsóknum eftir fráfall Steinþórs Sigurðssonar, átti hann þátt í björgun Geysis á Vatnajökli haustið 1950. Geysir, millilandaflugvél Loftleiða, skilaði sér ekki úr flugi frá Evrópu þann 14. september. Þrátt fyrir umfangsmikla leit spurðist ekkert til vélarinnar og var talið að all- ir hefðu farist. Varðskipið Ægir, statt við Langanes, nam síðan neyðarkall frá Geysi fjórum dögum síð- ar, þann 18. september. Beindist athyglin að norð- vestanverðum Vatnajökli sem var eina svæðið sem hafði verið hulið skýjum allan tímann frá því Geysir fórst. Flugvélin Vestfirðingur fann svo Geysi á Bárð- arbungu. Eftir að vélin fannst þurfti að ákvarða stað- setningu hennar með sem mestri nákvæmni svo hægt væri að bjarga fólkinu þó svo að veður versnaði á ný. Fjallagarparnir Árni Stefánsson, Einar Sæmundsson og Franz Pálsson, bróðir Einars, höfðu farið austur í Lón að leita að Geysi, því heyrst hafði til flugvél- ar í Álftafirði kvöldið sem Geysir týndist. Þeir Árni voru við leit austast á Vatnajökli og því ekki tiltækir til að hjálpa við björgun af Bárðarbungu. Það kom í hlut Einars að staðsetja flakið úr lofti og í samtali okkar lýsti hann aðkomu sinni svona: „Við Sigur- jón Rist flugum í Catalína flugbát inn á Vatnajökul. Verkefnið var í fyrsta lagi að gera staðarákvörðun og skoða aðstæður á jöklinum, en af þeim sem eitthvað þekktu til á jöklinum var ég einn tiltækur. Í öðru lagi þurfti að finna leið sem fær væri jeppum að jöklinum og höfðu menn þar einkum áhyggjur af ám. Það var hlutverk Sigurjóns sem þá hafði hafið störf á Raforku- málaskrifstofunni að skoða það.“ Vélin hafði brot- lent suðaustan til á Bungunni, á sléttum jökli. „Það var ljóst að björgunarleiðangur yrði að koma norð- an frá. Ég hafði því samband við Dr. Svein Þórðar- son sem verið hafði með okkur á Vatnajökli 1942 en hann bjó þá á Akureyri. Hann kom okkur í samband við Þorstein Þorsteinsson, formann Ferðafélags Akur- eyrar, sem síðan skipulagði björgunarleiðangurinn.“ Hópur Akureyringa og nokkurra Reykvíkinga, þ.á.m. var Þórarinn Björnsson, fóru að Kistufelli um Herðu- breiðarlindir og bjargaði fólkinu af jöklinum þann 20. september. Annarsvegar var áhöfn Geysis, alls sex manns, og hinsvegar áhöfn amerískrar skíðaflugvélar sem innlyksa varð á jöklinum við Geysi. Magnús Tumi Guðmundsson 2Steinþór Sigurðsson, 1947. Á Vatnajökli með vélsleða og jeppa. Fálkinn 20. árg. (5), 4–5. 138 JÖKULL No. 71, 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.