Jökull


Jökull - 01.01.2021, Page 142

Jökull - 01.01.2021, Page 142
Skjálftavirkni Íslands Þegar Eysteinn réðst til starfa á Veðurstofunni 1952 var einungis ein skjálftamælistöð á landinu með tvo mæla sem mældu lárétta þætti hreyfingar jarðar. Ekki var því um að ræða neinar staðsetningar á skjálftaupp- tökum nema stærstu skjálfta sem komu einnig fram á erlendum stöðvum. Þetta breyttist 1952 þegar næmari mælar voru settir upp í Reykjavík og gömlu mælarn- ir tveir voru færðir til Akureyrar og Víkur í Mýrdal. Með þessu neti mátti gera grófar staðsetningar. Ey- steinn var ötull við að vinna úr mælingunum og skrifa um skjálftavirknina í þau tímarit sem tiltæk voru. Einnig skrifaði hann ásamt Sigurði Thoroddsen verk- fræðingi og Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi grein í Tímarit Verkfræðingafélagsins um skjálftahættu á Ís- landi, hina fyrstu sinnar tegundar. Allan starfstíma sinn á Veðurstofunni safnaði hann upplýsingum um jarðskjálfta, sem síðar birtust í skýrslum Raunvísinda- stofnunar háskólans löngu síðar, þegar hann kom aft- ur til starfa á Íslandi. Þær fjalla um skjálfta á árunum 1930 til 1960 og eru helsta uppspretta fróðleiks um sjálftavirkni þess tímabils. Möttullinn undir Íslandi Við úrvinnslu mæligagna frá skjálftamælinum í Reykjavík tók Eysteinn eftir því að P-bylgjur frá fjar- lægum skjálftum urðu fyrir töf á leið sinni undir Ís- landi ef borið var saman við bylgjur sem mældust á Grænlandi og Skandinavíu. Hann dró þá ályktun að undir Íslandi væri möttullinn heitari en undir nærliggj- andi meginlöndum. Síðan þessar niðurstöður voru birtar í grein 1964 hafa verið gerðar margar ítarlegri rannsóknir á þessum heita möttli og birtar af honum sneiðmyndir. Hann gengur nú undir heitinu íslenski möttulstrókurinn og er talinn rót hinnar miklu eld- virkni landsins. Árin í Uppsölum Alþjóðlega jarðeðlisfræðiárið 1956 varð kveikjan að víðtæku samstarfi jarðeðlisfræðinga víða um heim. Athygli beindist meðal annars að Íslandi vegna sér- stöðu landsins, einkum vegna legu þess í norðurljósa- beltinu, eldvirkni og skjálftavirkni. Einn af leiðöngr- unum sem hingað komu var frá Háskólanum í Upp- sölum og var undir forystu Markusar Båth sem var að hasla sér völl sem helsti skjálftafræðingur Norð- urlanda. Tilgangurinn var að mæla þykkt og gerð jarðskorpunnar á Íslandi. Með Veðurstofunni og Upp- salamönnum tókst góð samvinna og tók Eysteinn þátt í mælingunum. Samvinnan leiddi til þess að Ey- steinn fór til framhaldsnáms í skjálftafræði hjá Båth í Uppsölum. Um svipað leyti varð Båth heimsþekktur vegna framlags síns til máls málanna á þessum árum, tilrauna með kjarnorkusprengjur og kalda stríðsins. Kjarnorkuveldin kepptust við að hanna og prófa kjarn- orkuvopn. Miklu skipti að fylgjast vel með tilraunum andstæðinganna og skjálftamælar í Svíþjóð voru sér- staklega vel staðsettir til að nema skjálftabylgjur frá tilraunasvæðum Rússa. Markus Båth hóf þá að gefa út fréttir og yfirlýsingar um kjarnorkutilraunir meðan aðrir vildu helst fara leynt með slíkar upplýsingar. Í þessu efni varð hann fyrirmynd annarra skjálftafræð- inga sem með vinnu sinni löngu síðar ruddu brautina fyrir bann við kjarnorkutilraunum. Ekki fer hjá því að Eysteinn hafi orðið var við þetta verkefni í Upp- sölum, en þess sér ekki merki að hann hafi beinlínis tekið þátt í því. Hann sat hins vegar ekki auðum hönd- um í Uppsölum. Hann var höfundur eða meðhöfundur nokkurra vísindagreina, aðallega um gerð jarðskorp- unnar. Á einu sviði skjálftafræðinnar var hann þar í framlínunni. Á sjötta áratugnum ruddi sér til rúms að- ferð til að nota yfirboðsbylgjur frá jarðskjálftum til að kanna efstu lög jarðar, þ.e. jarðskorpunnar og efsta hluta möttulsins undir henni. Yfirborðsbylgjur fylgja yfirborði jarðar og hafa þann merkilega eiginleika að bylgjur af mismunandi bylgjulengd fara með mishá- um hraða. Þetta kallast tvístrun og má nota til að finna lagskiptingu í yfirborðslögum jarðar. Aðferðin er sérlega notadrjúg til að finna lághraðalög, þ.e. lög sem hafa lægri bylgjuhraða en þau sem ofan á liggja. Aðrar aðferðir duga illa til þess. Fræðin sem liggja til grundvallar höfðu verið þróuð um miðbik aldarinn- ar, en útreikningar voru flóknir og nánast ómögulegir fyrr en tölvur komu til sögunnar. Tvær af greinunum sem Eysteinn skrifaði í Uppsölum fjalla um tvístrun og hraðalíkön, önnur fyrir Ísland og nágrenni, hin fyrir Skandinavíu. Þessar greinar eru í hópi alfyrstu greina sem skrifaðar voru um þetta efni. Nokkrum árum seinna, þegar tölvur voru komnar til sögunnar, var þessari aðferð beitt í stórum stíl til að sýna fram 140 JÖKULL No. 71, 2021
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.