Jökull - 01.01.2021, Page 143
á tilvist lághraðalags í efri hluta möttulsins, sem nú
gengur almennt undir heitinu linhvolf og er nauðsyn-
legur hluti heimsmyndar flekakenningarinnar. Ofan á
linhvolfinu hvílir nefnilega stinnhvolfið sem skiptist í
fleka, stóra og smáa. Flekarnir geta færst til ofan á
linhvolfinu.
Flekahreyfingar
Flekahreyfingar Þegar flekakenningin, eða fyrirrenn-
ari hennar, kenningin um skrið hafsbotna út frá mið-
hafshryggjum, kom fram snemma á sjöunda áratugn-
um beindist athygli vísindamanna að Íslandi. Reykja-
neshryggurinn og Kolbeinseyjarhryggurinn tengdust
eldgosasvæðunum hér á landi. Ef jarðskorpan var
að gliðna um hryggina, hlaut því gliðnun að eiga sér
stað hér á landi líka. Eysteinn greip þessa hugmynd
á lofti og kannaði allar hugsanlegar leiðir til að mæla
þessar hreyfingar beint. Hann komst að því að hefð-
bundnar landmælingar væru tæplega nógu nákvæm-
ar til að gefa niðurstöður nema á mjög löngum tíma.
Hann fann hins vegar leið framhjá þessum hindrun-
um. Hæðar- og hallamælingar voru miklu nákvæmari
en mælingar á láréttum færslum. Ef jarðskorpuflek-
ar færast í sundur, hlýtur svæði umhverfis flekaskilin
að síga, og sigið má mæla með þeim aðferðum sem
tiltækar voru. Eysteinn kom sér því upp mælitækjum
til hallamælinga og hóf umfangsmikið mælingaverk-
efni hér á landi. Hann mældi hæðarsnið á mörgum
stöðum yfir og umhverfis flekaskil á landinu, til dæm-
is yfir Þingvallalægðina milli Almannagjár og Hrafna-
gjár, á Vogaheiðinni á Reykjanesskaga og Reykjaheiði
í Þingeyjarsýslu. Það var einmitt á þessum vettvangi
sem fundum okkar Eysteins bar saman fyrst. Robert
Decker, prófessor við Dartmouth College í Banda-
ríkunum kom hingað til lands 1967 með nýtt tæki,
geodimeter, sem gat mælt fjarægðir með meiri ná-
kvæmni en áður þekktist. Hann vildi mæla snið yf-
ir flekaskilin og ég, nýstúdentinn, var ráðinn til að
sjá til þess að hann villtist ekki í óbyggðum Íslands.
Beinast lá við að mæla snið yfir Þingvallalægðina
og nota mælipunkta Eysteins. Mælingahóparnir hitt-
ust á bakka Almannagjár, við mælipunkt Eysteins, og
ræddu málin. Á þeim fundi bar margt á góma, meðal
annars það að ekki væri nóg að mæla yfir Þingvelli og
vestara gosbeltið til að ná utan um heildarhreyfingu
flekanna. Það yrði líka að mæla yfir eystra gosbelt-
ið, sem við síðan gerðum. Löngu síðar þróaðist sú
hugmynd að líta á spilduna á milli gosbeltanna sem
sérstakan fleka, Hreppaflekann.
Aflögun eldfjalla
Þegar Eysteinn hóf hæðar- og hallamælingar sínar var
nýafstaðið gos í Öskju og gos stóðu yfir í Surtsey.
Hann mældi því hæðarsnið á báðum þessum svæðum.
Í Surtsey voru mælingarnar gerðar í þeim tilgangi að
fylgjast með sigi og missigi eyjarinnar vegna þunga
gosefnanna, en í Öskju var megintilgangurinn að rekja
ferðir kviku neðanjarðar og þrýstingsbreytingar þeim
tengdar. Eysteinn þekkti vel til svipaðra rannsókna
á Hawaii þar sem sams konar mælingar höfðu ver-
ið stundaðar um árabil. Mælilína Eysteins í Öskju
hefur verið mæld mjög oft og hafa mælingarnar sýnt
hvernig þrýstingur undir Öskju óx í nokkur ár eftir
gosið 1961, en eftir 1980 tók þrýstingur að minnka
og hefur gert það jafnt og þétt síðan.
Eldgosið í Heklu 1970 varð til þess að Eysteinn
setti upp mælistaði í nágrenni hennar til að fylgjast
með hallabreytingum. Þar voru sett upp lítil net af
mælipunktum til að skynja hallabreytingar, ýmist í
lögun eins og O, T eða L. Eitt af þessum netum hef-
ur sýnt reglubundnar hreyfingar sem gefa vísbendingu
um þrýstingsbreytingar undir fjallinu. Árlegar mæl-
ingar á þessum mælistað við Næfurholt sýna hvernig
þrýstingur féll í gosunum 1991 og 2000 en hækkaði
síðan jafnt og þétt milli gosanna og eftir gosið ár-
ið 2000. Síðustu árin benda mælingarnar til þess að
þrýstingur undir Heklu sé umtalsvert hærri en hann
var fyrir gosin og fer hann hækkandi ár frá ári.
Umbrot hófust við Kröflu skömmu eftir að Ey-
steinn flutti til Íslands og var hann í hópi þeirra jarð-
vísindamanna sem fyrstir áttuðu sig á því að óvenju-
legir atburðir væru hafnir. Hann stóð þá fyrir því
að hallamælipunktar voru settir upp víðs vegar um
Kröflusvæðið. Fljótlega kom í ljós að stöðvarhús
Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum, væri ákjós-
anlegur staður til hallamælinga. Eysteinn setti þar
upp vatnshallamæla sem hann átti síðan í Heklugos-
inu 1970. Sams konar tæki höfðu verið notuð lengi
á Hawaii til að fylgjast með þrýstingsbreytingum í
rótum eldfjallsins Kilauea. Þetta voru einföld tæki,
í rauninni aðeins þrjár dósir með vatni í, tengdar sam-
an með vatnsslöngum. Vatnsborðið í dósunum var
JÖKULL No. 71, 2021 141