Jökull - 01.01.2021, Qupperneq 151
Jöklarannsóknafélag Íslands í sjötíu ár
Magnús Tumi Guðmundsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Sturlugötu 7, IS-102 Reykjavík
mtg@hi.is; https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.149
Það var að kvöldi miðvikudagsins 22. nóvember 1950
að haldinn var í Reykjavík stofnfundur nýs félags sem
hafði það að markmiði að stuðla að rannsóknum á
jöklum landsins og ferðum um þá. Stofnfélagar voru
um 50. Þann 7. mars 1951 var haldinn framhaldsstofn-
fundur. Þar voru samþykkt lög fyrir hið nýja félag og
stjórn kosin. Fyrsti formaður og aðalstofnandi félags-
ins var Jón Eyþórsson. Hann var veðurfræðingur og
starfaði á Veðurstofu Íslands. Jón hafði þó mörg járn
í eldinum og má telja hann upphafsmann skipulegra
jöklarannsókna hér á landi. Jón var farsæll í störfum
sínum fyrir félagið, óskoraður leiðtogi þess og gegndi
formennsku allt til dauðadags, 1968.
Um 1950 voru rannsóknir á pólsvæðum að fara af
stað eftir heimstyrjöldina síðari. Paul-Emile Victor,
franskur könnuður, stóð fyrir rannsóknarleiðangri til
Grænlands sumarið 1951 en eitt af helstu verkefnum
hans var að mæla þykkt Grænlandsjökuls með end-
urkastsmælingum. Sá möguleiki var opinn að hluti
franska leiðangursins kæmu fyrst til Íslands með snjó-
bíla og mælitæki á leið sinni til Grænlands. Jón Ey-
þórsson hafði haft forgöngu um margvíslegar jökla-
mælingar hér á landi, hafið sporðamælingar um 1930,
leitt Sænsk-Íslenska leiðangurinn ásamt Hans Almann
1936 og unnið að jöklarannsóknum með Steinþóri
Sigurðssyni á Mýrdalsjökli 1943–1944. Rannsókna-
stofnanir hér á landi voru á þessum árum fáar og
smáar og höfðu hvorki fjármuni né mannskap til að
leggja í svo viðamikil og erfið verkefni sem rann-
sóknir á jöklum eru. Það varð því úr að setja á stofn
áhugamannafélag sem hefði jöklarannsóknir að mark-
miði. Fyrsta verkefnið sem tengdist hinu nýstofnaða
félagi var Fransk-Íslenski leiðangurinn, sem farinn var
á Vatnajökul í mars-apríl 1951, en að honum stóðu
Grænlandsleiðangur Victors og Rannsóknaráð Ríkis-
ins. Leiðin lá upp Breiðamerkurjökul og á þriggja
vikna tímabili voru þykktarmælingar gerðar á 56 stöð-
um á Vatnajökli (Jón Eyþórsson, 1951). Leiðangurinn
flutti upp í Esjufjöll efni í bragga auk þess sem efni
í annað samskonar hús var skilið eftir niðri á Breiða-
merkursandi. Um sumarið fór hópur fólks úr hinu ný-
stofnaða Jöklarannsóknafélagi upp í Esjufjöll og reisti
þar braggann á nokkrum dögum. Eftir ferðina í Esju-
fjöll var hinn bragginn byggður á Breiðamerkursandi.
Sá skáli fékk nafnið Breiðá og er elsta húsið sem enn
stendur hér á landi sem byggt var með jöklarannsókn-
ir í huga.
Þegar starfið hófst var talið að greiðasta leið á
Vatnajökul fyrir leiðangra væri að sunnan, þá leið
sem Fransk-Íslenski leiðangurinn fór um Breiðamerk-
urjökul. Var þá einkum horft til mælingaferða sem
kölluðu á tæki og farangur. Snjóbílar voru að ryðja
sér til rúms hér á landi og urðu þeir aðal farartækin
á Vatnajökli. Segja má að 1950–1990 hafi verið tími
snjóbílsins, á þeim byggðust nánast allar rannsókna-
ferðir á Vatnajökul á þessu tímabili. Um 1990 voru
menn komnir upp á lag með að aka á snjó á breytt-
um jeppum á stórum dekkjum. Jöklabílar af því tagi
hafa skipt miklu máli í jöklaferðum síðan. Snjóbílar
hafa þó alls ekki horfið af sjónarsviðinu, þeir gegna
lykilhlutverki þegar flytja þarf þungaflutning á jökl-
um. Vélsleðar í núverandi mynd komu til sögunnar á
sjöunda áratug 20. aldar og hafa alla tíð síðan nýst vel
á jöklum.
Fyrsti snjóbílinn sem félagið eignaðist, vísill sem
hlaut nafið Jökull I, kom til landsins í maímánuði
JÖKULL No. 71, 2021 149