Jökull - 01.01.2021, Qupperneq 164
Pétur Sölvi Þorleifsson fæddist í Reykjavík 1933.
Foreldrar hans voru Jónína Kristjánsdóttir og Þor-
leifur Þorleifsson en fósturforeldrar Sölvina Baldvina
Konráðsdóttir og Pétur Björgvin Björnsson. Foreldr-
ar hans bjuggu við lítil efni og varð úr að Sölvína,
ljósmóðirin sem tók á móti Pétri, tæki hann í fóstur.
Pétur var fluttur til fósturforeldra sinna þriggja mán-
aða gamall norður í Sléttuhlíð í Skagafirði. Þar ólst
hann upp en fluttist til Reykjavíkur 1951. Pétur giftist
Guðbjörgu Hjálmarsdóttir 1961. Hún lést aðeins 10
dögum á eftir Pétri, en hafði misst heilsuna rúmu ári
fyrr. Sonur þeirra er Hjálmar Pétur söngvari.
Pétur vann við reiðhjólaviðgerðir og rak lengst af
ásamt öðrum Gamla Verkstæðið, en honum leið best á
fjöllum og þar var hugurinn löngum. Á ferðum sínum
notaði hann þann ferðamáta sem honum fannst henta
í hvert skipti. Pétur ferðaðist m.a. um hálendið á reið-
hjóli sem ungur maður. Alla tíð fór hann um fótgang-
andi eða á skíðum. Í nokkurt árabil eftir 1965 átti Pét-
ur snjóbílinn Nagg í félagi við aðra. Um 1970 hófst
tímabil þegar hann var mikið á vélsleðum og stóð það í
20 ár. En tækin voru aukaatriði og Pétur sinnti jeppum
eða vélsleðum að því marki sem þurfti til að komast
á þá staði sem hugurinn stóð til. GPS og þess háttar
notaði Pétur ekki en villtist þó aldrei. Hann las land-
ið betur en aðrir og var gætinn ferðamaður. Pétur gat
verið sérvitur á sinn hátt, sá t.d. ekki ástæðu til að nota
sólarvörn á jöklum sem var kannski ekki besta lausnin
í öllum tilvikum.
Pétur var virkur í mörgum félögum, m.a. Flug-
björgunarsveitinni, Ferðafélaginu og Jöklarannsókna-
félaginu auk þess að syngja í Karlakór Reykjavíkur
um langt árabil. Innan JÖRFÍ beitti hann sér fyrir
byggingu fjallaskála á háfjöllum og átti stærstan þátt
í að velja litlum skálum Jöklarannsóknafélagsins stað
við Fjallkirkju í Langjökli og á Goðahnjúkum austast
á Vatnajökli. Þessir skálar hafa aldrei verið fjölsóttir
en skálastæðin eru einhver þau fallegustu sem um get-
ur á Íslandi enda þekkti Pétur alla bestu staðina. Pétur
var gerður að heiðursfélaga í Jöklarannsóknafélaginu
á sextíu ára afmæli þess árið 2010, fyrir framlag til
jöklaferða og könnunar. Pétur var prýðilega ritfær og
skrifaði meðal annars tvær bækur um gönguleiðir á
fjöll hér á landi, þá fyrri í samvinnu við Ara Trausta
Guðmundsson.
Minningarnar um Pétur ná langt aftur, en honum
kynntist ég fyrir rúmum fjórum áratugum, þegar ég fór
17 ára gamall einu sinni sem oftar í ferð með Ferðafé-
laginu. Þetta var haustferð inn á Landmannaafrétt. Þar
var Pétur meðal þátttakenda. Ég vissi vel af honum
enda fóru sögur af þessum manni sem víðar hafði far-
ið en aðrir. Pétur var léttur í spori og vel á sig kominn
en setti sig ekki yfir nokkurn mann. Ári síðar var leið-
in milli Landmannalauga og Álftavatns stikuð í fyrsta
sinn. Sem við erum við Brennisteinsöldu á suðurleið
segir Pétur: „Þú ættir að ganga í Jöklarannsóknafélag-
ið, þá kemstu á jökul.“ Er ekki að orðlengja það að
eftir helgina skráði Pétur mig í félagið. Þannig hófst
vegferð sem enn er ekki lokið, enda er jöklabakterían
ólæknandi.
Þegar horft er til baka er vorferðin 2004 að mörgu
leiti hugstæð. Pétur var þá rúmlega sjötugur, léttur
á sér sem fyrr og lék við hvern sinn fingur. Veður
var með eindæmum gott, sól og heiðríkja nánast all-
an tímann. Við fórum á Öræfajökul og þá var hæð
Hvannadalshnjúks mæld, en þetta var í fysta sinn sem
það var gert með nákvæmu GPS tæki. Tilefnið var að
100 ár voru liðin frá því Koch mældi Hnjúkinn með
þríhyrningamælingum í upphafi kortlagningar Danska
Herforingjaráðsins á Íslandi. Seinna í ferðinni fórum
við í Kverkfjöll og nokkrir voru góðviðrisdagarnir í
Grímsvötnum. Eins og myndin sem fylgir þessum
minningarorðum sýnir kom Pétur æði sólbrunninn af
jökli en ekki sló það á ferðagleðina. Það er bjart yfir
þessari ferð og sama gildir um minninguna um öðl-
inginn Pétur Þorleifsson.
Magnús Tumi Guðmundsson
162 JÖKULL No. 71, 2021