Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 4
„Ustainaðurinn verður að kunna að
varðveita barnið i sjálfum sér.“
Myndir barna
og áhrif þeirra á nútímalist.
Grein úr „World Review“.
eftir Mary Wykeham.
'jC'YRIR hundrað árum var
teikningum og málverkum
barna fleygt; þau voru ekki ann-
að en riss og krass, og enginn sá
neitt í þeim. Það er mjög
skammt síðan við fórum að gefa
þeim gaum, stundum af meiri
áhuga en barnið sjálft. I fyrsta
skipti (að því er við bezt vitum)
gátum við nú skilið og skýrt
tjáningu bamsins og notið henn-
ar eins og hún er. Börnin sjálf
hafa ekki áhuga á myndum sín-
um eftir að þau hafa lokið við
þær; þau snúa sér strax að ein-
hverju öðru. En við horfum á
þær fullorðnum augum, og okk-
ur finnst markvísi og hug-
myndaauðgi þeirra ekki aðeins
heillandi, heldur einnig örvandi.
Munurinn á myndum barna
og þeim málverkum nútímamál-
ara, sem sumir kalla „barnaleg“
(„barnið mitt gæti gert þetta
betur“), er í stuttu máli sá, að
á bak við myndbyggingu málar-
ans er meðvitað markmið, en
engu slíku er til að dreifa hjá
barninu. Sameiginlegt með þeim
er frjálsræði í tjáningu, og kem
ég að því síðar.
Myndir barna eru lausar við
allar hugmyndir um „list“; þær
verða til sjálfkrafa og án list-
rænnar vitundar. Þroskuð list,
er árangur mikillar þekkingar
og leikni, frjóvguð upprunaleg-
um tilfinningum. (Kunst, þýzka
orðið yfir list, er dregið af kön-
nen, sem þýðir að geta eða
kunna). Picasso og Paul Klee,
sem teiknað hafa þrjár af mynd-
um þeim, er fylgja þessari
grein, áttu báðir langt nám og
þroskaferil og mikið starf að
baki sér, þegar þeir gerðu þess-
ar myndir. Þær endurspegla
skilning þeirra á heiminum og
samtíðinni. Mynd barnsins er
verk líðandi stundar, því að á
bak við það liggur ekki vitund
um tilgang. Eðli barnsins er að