Úrval - 01.04.1948, Síða 73
Kalkúnrækt er fátíð hér á landi, og þeir sem
þetta lesa munu sennileg-a hugsa sig rnn tvisvar,
áður en þeir leggja út í slíkt glæfraspil!
Vitgrannir fuglar.
Grein úr „The American Magazine",
eftir Don Eddy.
A F öllum hænsnum hafa kalk-
' ® únhænsnin minnsta vitglóru
í kollinum, og er þá mikið sagt.
En auk þess eru þau geðill, móð-
ursjúk, hræðslugjörn og hafa
sérstakt lag á því að fara sér
að voða.
Kalkúnungar geta dáið úr
sulti, af því að þeir þekkja ekki
mat, þegar þeir sjá hann, og þeir
geta dáið úr þorsta, af því að
þeir vita ekki til hvers vatn er.
Þeir hafa ekki vit á að forða
sér í skjól undan rigningu, og
afleiðingin verður sú, að þeir
deyja úr lungnabólgu. Þeir kæfa
sig við tilraun til að gleypa ljósa
eða glitrandi hluti, svo sem
glossasteina, peninga og jafn-
vel vasaklúta.
Ætla mætti, að þeir vitkuð-
ust með aldrinum, en það er nú
eitthvað annað. Flugvél, fyrstu
snjókornin eða flöktandi blað
í vindi getur gert þá svo ofsa-
hrædda, að þeir troði hvem ann-
an til bana. En svo geta þeir
setið í stíu sinni hlið við hlið
án þess að bæra á sér á með-
an vargurmn gengur á röðina
og bítur þá til bana einn á fæt-
ur öðrum.
Kalkúnhænsnin eru óstjóm-
lega forvitin og haldin ríkri á-
stríðu til að vera þar sem þau
eru ekki. Ef eitthvað glitrandi
er sett út fyrir girðinguna um-
hverfis hænsnagarðinn, munu
allir kalkúnarnir flykkjast út að
girðingunni til að horfa á hinn
glitrandi hlut. Nokkrir fljúga
yfir girðinguna til frekari eftir-
grennslana, en undir eins og þeir
koma út fyrir, gleyma þeir til
hvers ferðin var gerð, og æða
fram og aftur meðfram girð-
ingunni, í leit að smugu til að
komast inn aftur.
Ég hef átt tal við marga
bændur, sem rækta kalkún-
hænsni, og þeir voru allir á ernu
máli um, að hið eina, sem