Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 117
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
115
um hallarinnar, sízt þetta barn.
Fa-ying opnaði augun. Anna
þrýsti litlu stúlkunni að brjósti
sér, Fa-ying hjúfraði sig að
henni og andvarpaði, og lá svo
kyrr í faðmi hennar. Anna lok-
aði augunum, til þess að reyna
að hemja tárin. Fa-ying var
dáin.
Ein af fóstrunum bað Önnu að
fara á fund konungsins og segja
honum tíðindin. Engin þeirra
þorði að segja honum, hvernig
komið var. Anna færðist undan,
en lét að lokum tilleiðast.
Hirðmenn fylgdu henni til
konungsins. Þegar Anna gekk
inn í herbergið, var hún að velta
því fyrir sér, hvernig hún ætti
að segja frá tíðindunum. Henni
tókst ekki að finna orðin, sem
hún leitaði að, og hún þurfti
heldur ekki á þeim að halda.
Hann las fréttina í svip hennar,
huldi andlitið í höndum sér og
grét sáran. Þessi harðneskju-
legi maður, sem stundum virtist
ekki hugsa um annað en sjálfan
sig, grét nú eins og barn.
Hvað gat hún sagt? Hún sat
aðgerðarlaus, en vildi þó ekki
fara og skilja konunginn einan
eftir með sorg sína. Enginn
annar hafði þorað að koma inn
í herbergið með henni. Það var
orðið áliðið dags og kvöldsólin
varpaði geislum sínum inn um
gluggana. Konungurinn huldi
andlitið í höndum sér, harmaði
barn sitt og kallaði á það með
gælunöfnum eins og það sæti
á hnjám hans og gæti heyrt til
hans. Tárin flóðu niður vanga
Önnu, þegar hún hlustaði á
hann.
Þannig sátu þau í klukku-
stund, án þess að talast við.
Þessa stund voru þau ekki ensk
kennslukona og austurlenzkur-
einvaldur, heldur maður og
kona, sem grétu saraan yfir fall-
egu barni, sem þau höfðu bæði
unnað.
Eftir dauða Fa-ying naut
Anna enn meiri hylli hjá kon-
unginum en fyrr. Áreksturinn,
sem varð á milli þeirra, þegar
hún neitaði að búa í kvennabúr-
inu, var löngu gleymdur. Hann
sæmdi hana aðalstign og gaf
henni dýrindis demantshring.
Hún kærði sig ekki um gjafir og
metorð, því að hún óttaðist, að
slíkt kynni að vera upphafið að
skerðingu sjálfstæðis síns. Hún
myndi hafa tekið launahækkun
með þökkum, en slíkt stóð ekki
til boða. En hún vildi ekki særa
konunginn og því veitti hún
hringnum viðtöku.