Úrval - 01.04.1948, Side 89
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
87
Hún játti því.
„Eigið þér nokkra kunningja í
Bankok ?“
„Ég þekki ekki nokkurn
mann í Bankok.“
Aftur hófst stutt samtal á
síömsku. Þvínæst ávarpaði túlk-
urinn hana á nýjan leik.
„Hvað ætlist þér fyrir? Hvar
ætlið þér að sofa í nótt?“
„Ég veit það ekki,“ sagði hún
og átti fullt í fangi með að hafa
vald á rödd sinni. „Ég er
ókunnug hér. En mér skildist á
bréfi hans hátignar, að mér
yrði séð fyrir dvalarstað."
Ráðherrann og túlkurinn
horfðu á hana með drembnu
augnaráði. Síðan tók ráð-
herrann til máls, og túlkurinn
þýddi. „Hans hátign getur ekki
munað eftir öllu. Þér getið farið,
hvert sem þér viljið.“
Forsætisráðherrann fór síðan
aftur niður í gondólinn og föru-
nautar hans á hæla honum. I
næstu andrá var hinn skraut-
legi farkostur horfinn út í
myrkrið.
Anna Leonowens stóð sem
steini lostinn yfir hinum kulda-
legu viðtökum.
Eiginmaður Önnu, sem var
liðsforingi í Austurlandaher
Breta, hafði dáið fyrir ári
frá konu sinni og bömum
allslausum. í fyrstu hafði hún
reynt að stunda bamakennslu í
Singapore, en það lánaðist ekki
vel; þar var enginn hörgull á
börnum, en hún var oft svik-
in um kennslugjaldið. Þegar
Monghut, Síamskonungur, hafði
fyrir milligöngu ræðismanns
síns boðið henni að kenna börn-
um sínum, hafði hún þegið boð-
ið. Avis dóttur sína sendi hún
með vinafólki til Englands, en
sjálf lagði hún af stað til
Bankok með Louis son sinn.
Hún hafði margsinnis verið
vöruð við að fara til þessa
ókunna og leyndardómsfulla
lands, með þrælaþaldi þess,
kvennabúrum og tortryggni
gagnvart útlendingum. Nú þeg-
ar síðustu áratök gondólsins
voru að deyja út, varð hún
gagntekin af skelfingu. Ef hún
hefði aðeins farið að ráðum vina
sinni í Singapore! En henni
tókst að sigrast á óttanum. Hún
var ákveðin að vera kyrr, hvað
sem í skærist.
I Bankok var brezkur ræðis-
maður, Sir Robert Schomburgk,
en hann var ekki staddur í borg-
inn, því að þetta var um hita-
tímann. En til allra hamingju