Úrval - 01.04.1948, Side 89

Úrval - 01.04.1948, Side 89
ANNA OG SlAMSKONUNGUR 87 Hún játti því. „Eigið þér nokkra kunningja í Bankok ?“ „Ég þekki ekki nokkurn mann í Bankok.“ Aftur hófst stutt samtal á síömsku. Þvínæst ávarpaði túlk- urinn hana á nýjan leik. „Hvað ætlist þér fyrir? Hvar ætlið þér að sofa í nótt?“ „Ég veit það ekki,“ sagði hún og átti fullt í fangi með að hafa vald á rödd sinni. „Ég er ókunnug hér. En mér skildist á bréfi hans hátignar, að mér yrði séð fyrir dvalarstað." Ráðherrann og túlkurinn horfðu á hana með drembnu augnaráði. Síðan tók ráð- herrann til máls, og túlkurinn þýddi. „Hans hátign getur ekki munað eftir öllu. Þér getið farið, hvert sem þér viljið.“ Forsætisráðherrann fór síðan aftur niður í gondólinn og föru- nautar hans á hæla honum. I næstu andrá var hinn skraut- legi farkostur horfinn út í myrkrið. Anna Leonowens stóð sem steini lostinn yfir hinum kulda- legu viðtökum. Eiginmaður Önnu, sem var liðsforingi í Austurlandaher Breta, hafði dáið fyrir ári frá konu sinni og bömum allslausum. í fyrstu hafði hún reynt að stunda bamakennslu í Singapore, en það lánaðist ekki vel; þar var enginn hörgull á börnum, en hún var oft svik- in um kennslugjaldið. Þegar Monghut, Síamskonungur, hafði fyrir milligöngu ræðismanns síns boðið henni að kenna börn- um sínum, hafði hún þegið boð- ið. Avis dóttur sína sendi hún með vinafólki til Englands, en sjálf lagði hún af stað til Bankok með Louis son sinn. Hún hafði margsinnis verið vöruð við að fara til þessa ókunna og leyndardómsfulla lands, með þrælaþaldi þess, kvennabúrum og tortryggni gagnvart útlendingum. Nú þeg- ar síðustu áratök gondólsins voru að deyja út, varð hún gagntekin af skelfingu. Ef hún hefði aðeins farið að ráðum vina sinni í Singapore! En henni tókst að sigrast á óttanum. Hún var ákveðin að vera kyrr, hvað sem í skærist. I Bankok var brezkur ræðis- maður, Sir Robert Schomburgk, en hann var ekki staddur í borg- inn, því að þetta var um hita- tímann. En til allra hamingju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.