Úrval - 01.04.1948, Síða 8
6
ÚRVAL
Gufuskipið fer fram hjá jurtagarðinum.
Teikning eftir Paul Klee.
(kryddaðri siðferðisprédikun-
um), á kostnað tilfinninga og
þekkingar. Barnið notar algild,
frumstæð tákn einmitt af því,
að þekking þess er lítil og hug-
ur þess ómótaður. Það er eins
og öll verund þess sé samþjöpp-
uð í hinni einföldu, myndrænu
tjáningu þess — persónu, húsi,
borg; það brestur ekki kjark
til að sýna alheiminn með ein-
földu tákni.
Börn hafa næma skynjun og
tjá hana á einfaldan hátt, því
að þau vita raunverulega mjög
lítið. Fullorðinn maður veit svo
mikið, að þekkingin raskar
skynjun hans á hlutunum sem
heild; þekking hans myndar
einskonar brynju utan um
skynjun hans, og til þess að tjá
sýn sína, verður hann að rjúfa
þessa brynju og finna sýninni
einfaldara form.
Þegar ég var barn, spurði ég
eitt sinn gamlan sjómann,
hvernig hann gæti alltaf vitað,
hvernig veðrið yrði. Hann sagði:
,,Ég veit ekki mikið, en það, sem
ég veit, það veit ég.“ Þessi teg-
und þekkingar eða hugsýni fæst
með því, að samsannast fram-
vindu náttúrunnar, án þess að
raska henni.
Saga um Paul Klee skýrir
þetta. Þegar Klee átti heima í
Dusseldorf, hafði hann litinn
garð, sem hann ræktaði í sveppi.
Nágranni hans sá, að hann tíndi
aldrei sveppina og ályktaði af
því, að hann kærði sig ekki um
þá, og dag nokkurn tók hann
nokkra sveppi í matinn handa
sér. Daginn eftir var kominn
miði við hvern svepp og stóð á