Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 55
HVE SKARPUR ERTU?
53
teiknaðu í stað þess kýreyra
neðst á þessa síðu, nema D sé
ekki annar stafurinn í stafróf-
inu, en í því tilfelli skaltu teikna
mannseyra, nema þú getir ekki
teiknað mannseyra. Ef SKOR
og HER rímar saman, skaltu
teikna eyra eigi að síður. Get-
urðu talið frá 10 niður til 5?
Gerðu það aftur á bak og skrif-
aðu tölurnar í þessa línu að
10 og 5 meðtöldum . . . .
Settu greinarmerki í þessa setn-
ingu, þannig að hún fái mein-
ingu: AÐ SVO ER ER. Og ef
vitlaust svar við spurningunni
,,hver er stærsti jökull á Islandi"
er „Vatnajökull", þá skrifaðu
HOFSJÖKULL hér.............
. ... A'ö öðrum kosti skrifarðu
ekki í sömu eyðu SJÖ nema meri
heyri. Dragðu línu yfir annað
orðið í þessari setningu og und-
ir annað orðið í næstu setningu.
Skrifaðu þrjú orð, sem enda á
,,x“ efst á þessa blaðsíðu. Skrif-
aðu XYZ á vinstri spássíuna á
þessari síðu, ef hringur er ekki
ferhyrningur: bíddu! Skrifaðu
það á hægri spássíuna, nema
hringur sé stundum stærri en
ferhymingur. Gefðu síðan rangt
svar við neitun þessarar spurn-
ingar: HVE GAMALL ERTU?
...... Og ef þú ert nú bú-
inn að fá nóg, þá skrifaðu
FRÆNDI aftan við þessa setn-
ingu, að öðrum kosti skrifarðu
FRÆNDI.
ooOoo
I íangelsinu.
Presturinn sat andspænis fanganum í þröngum klefanum og
talaði með fögrum orðum um afturhvarf og fyrirgefningu. Fang-
inn hlustaði á með athygli, og þegar presturinn hafði lokið máli
sínu, bað fanginn hann að endurtaka það, sem hann hafði sagt.
Presturinn varð fúslega við því, og þegar hann hafði gert það,
bað fanginn hann að gera það einu sinni enn.
„Eigið þér svona erfitt með að skilja það sem ég segi?“ spurði
presturinn undrandi.
„Nei,“ sagði fanginn, „en blessuð koníakslyktin út úr yður
er svo indæl."
Verden IDAG.