Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 77
HÚS HITUÐ UPP MEÐ KÖLDU VATNI
75
A. I kælihólfinu er kæli-
vökvi, t. d. ammoníak,
sem sýður við lágt hita-
stig. Árvatninu er dælt
ígegnum leiðslur í kæli-
hólfinu, þar sem það
lætur frá sér mikið af
hitamagni sínu til am-
moníaksins.
C. Þrýstirinn (Kompress-
or), sem minnkar þrýst-
inginn í A og dregur
út ammoníakgufuna.
B. Vatninu, sem hitar upp húsið, er dælt í gegnum þéttinn (B). Þegar
það kemur frá húsinu og fer inn í þéttinn, er það t. d. 45° heitt. 1 leiðsl-
unni innan í B er kælivökvin í loftkenndu ástandi. Hann hefur farið
gegnum þéttinn og verið hitaður þar upp í t. d. 80°.
ö. Loka, sem hleypir kælivökvanum, sem nú er orðinn kaldur og þéttur,
aftur inn í kælihólfið A.
raun um, að frá honum streym-
ir heitt loft. Það er hitinn úr
smjörinu og öðrum matvælum
í skápnum, og þessi hiti hverf-
ur út í eldhúsið. En hví ekki
að notfæra sér þenna hita? Til
þess er hitadælan einmitt gerð.
Við fyllum kæliskápinn okkar
raeð vatni úr ánni, og þegar við
erum búin að taka svo mikið
hitamagn úr því, að það er kom-
ið að því að frjósa, þá látum
við það renna aftur í ána. Svo
er þessum hita þjappað saman
þangað til hitastigið er orðið
nógu hátt til að hita upp vatn-
Jð í miðstöðvarkerfi hússins.
Hin tæknilega aðferð er þann-
ig, að vatnið úr ánni er leitt
inn í kælihólf, sem fullt er af
kælivökva: ammoníaki, freon
eða brennisteinstvísýringi (A á
myndinni). Pípurnar með ár-
vatninu liggja í bugðum í kæli-
hólfinu, eins og sjá má á mynd-
inni. Með því að lækka þrýst-
inginn í kælihólfinu, fer kæli-
vökvinn að sjóða og verða að
gufu. Þessi uppgufun krefst hita
og hann er tekinn úr árvatn-
inu í leiðslunum, sem kólnar við
það. Svo er ammoníakgufunni
(sem geymir í sér hitann úr
árvatninu) þjappað saman upp
í háan þrýsting og hátt hita-
stig, og hinn samansafnaði hiti
notaður til að hita upp húsið
með því að láta vatnið í mið-
stöðvarkerfinu renna um þétt-
inn (B á myndinni).