Úrval - 01.04.1948, Side 98
ÚRVAL
í>6
því að frú Piam kastaði sér fyr-
ir fætur þeirra. Ef til vill voru
það systur hennar; sumar
þeirra voru mjög hátt settar í
kvennabúrinu, að því er Anna
hafði frétt. Þegar kurteisis-
kveðjum var lokið, tóku þær að
ræða saman. Börnin skriðu eða
sátu á marmaragólfinu, og
bamfóstrur héldu á reifabörn-
nm í fanginu.
Dagur leið að kvöldi. Konur
komu og fóru á víxl. Anna
hallaði sér upp að súlu og fór
að velta því fyrir sér, hvort hún
væri að lifa upp gamalt ævin-
týri. Það var ótrúlegt, að það
væri ekki nema tuttugu mínútna
gangur inn í ys og þys Bankok-
borgar. Skyndilega komst allt í
uppnám. Þjónustustúlkur, barn-
fóstrur og ambáttir þutu burt
eins og byssubrenndar. Konung-
urinn var að koma!
Hann var ekki brosandi.
Ha,nn gekk til hópsins, sem beið
hans og hóstaði, að því er
Önnu fannst, gremjulega. Louis
litli, sem var mjög næmur fyrir
áhrifum frá öðrum, reyndi að
fela sig í pilsum móður sinnar,
tii þess að forðast konunginn.
Konur og böm fleygðu sér
flötum fyrir konunginn, þegar
hann gekk til systur Krala-
homes. Hún kraup einnig niður.
Aðeins enska konan, drengurinn
og konungurinn stóðu upprétt.
Konungurinn tók kuldalega í
hönd Önnu, leit á drenginn og
sagði kæruleysislega: „Barnið
hefur fallegt hár.“ Því næst
bandaði hann út hendinni og
sagði: „Oss er það ánægja, að
þér búið hér í höllinni meðal
fjölskyldu vorrar.“
Anna var sem steini lostinn.
Búa þarna? Hvernig gat hún
lifað þarna, þar sem skuggi
kúgunarinnar hvíldi yfir öllu,
svo að jafnvel sólskinið sortn-
aði? Hún yrði svift öllu frelsi
það voru verðir við öll hlið og
njósnarar hvarvetna — og
hvernig gæti hún alið Louis upp
í enskum anda við slík kjör?
Hún beit á jaxlinn. Aldrei! Hún
myndi aldrei fallast á að búa á
þeim stað, þar sem henni gæti
ekki borizt hjálp frá brezka
ræðismanninum og amerískum
trúboðum.
„Yðar hátign,“ sagði hún
stillilega, „það er ómögulegt fyr-
ir mig að búa hér. Ég er fús að
kenna hér, en ég þarf að fá
heimili fyrir mig og Louis litla,
þar sem ég get dvalið að lokn-
um starfstíma mímun. Þetta
heimili þarf að vera utan hall-