Úrval - 01.04.1948, Page 114
112
tJRVAL
heimkynna sinna, eins og það
væri að sleppa frá óþægilegu
. sbyldustarfi.
Kennslan gekk vel og þótti
konunginum vænt um það.
Haustið 1862, eftir nokkurra
mánaða kennslu, voru nemend-
urnir farnir að skrifa Avis, dótt-
ur kennslukonunnar, bréf. Þau
voru send til skóla þess í Eng-
landi, þar sem hún var við nám.
Sum voru skrifuð á innsiglaðan
pappír konungsins, en önnur á
venjuleg vasarbókarblöð. Það
var lítið vit í bréfunum, en
mikil ástúð, og þar sem enskan
brást gripu þau til síömskunnar.
Bömunum þótti það ákaflega
hryggilegt, að Avis þyrfti að
vera svona langt í burtu frá
móður sinni. Sum sendu Avis
smágjafir, til þess að hug-
hreysta hana í útlegðinni.
Chulalongkorn prins skaraði
fljótlega fram úr hinum börn-
unum. Hann var iðinn og að-
gætinn við námið. Anna hafði
mikið dálæti á honum, og kon-
ungurinn ekki síður. Hann sýndi
rneiri sjálfsaga en hin börnin
og hjálpaði oft til að hafa hemil
:á bræðrum sínum og systrum.
Annað bam, sem Anna var
Ihrífin af, var Chanthara Mont-
hon prinsessa eða Fa-ying eins
og hún var kölluð. Hún var syst-
ir Chulalongkorns prins, frábær-
lega yndislegt barn. Konungin-
um þótti vænst um hana af öll-
um börnum sínum, en þau voru
sextíu. Augu hennar voru dökk
og mild og skein út úr þeim ein-
lægni. Á fagurbrúnt hörund
hennar sló daufum roða, sem
gerði það enn fegurra.
Anna vann markvisst að því
að mótahugalitluprinsessunnar
í deiglu góðvildar og gæzku. Ef
Fa-ying notaði í framtíðinni hið
mikla vald, sem hún hafði yfir
föður sínum, á óeigingjarnan
hátt, þá myndi hún geta bætt
mikið hin hræðilegu lífskjör
almennings. Og hún var lík
bróður sínum í því, að hafa
ósjálfrátt samúð með þeim, sem
þjáðust.
„Viltu kenna mér að teikna,
Mem cha ? Mig langar að teikna
fallegar myndir.“ Tær og hljóm-
fögur rödd prinsessunnar barst
að eyrum önnu, þar sem hún sat
ein, meðan bömin voru í sans-
kríttíma. „Það er miklu meira
gaman að sitja hérna hjá þér,
heldur en að vera í sanskríttíma,
Sanskrítkennarinn er ekki eins
og enskukennarinn minn,“ sagði
Fa-ying.