Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
tJr myndinni Þeir kenndu hon-
um að skjóta, klippti japanska
kvikmyndaskoðunin úr kafla,
sem „sýndi, að stríð er ekki á
allan hátt heiðarlegt og göfugt“.
Myndin um Emile Zola var
bönnuð í Póllandi, af því að hún
„svívirti hugmyndir manna um
hernaðarlegan heiður". Rúmen-
ía bannaði MGM-myndina Þrtr
félagar, af því að hún boðaði
„frið og kommúnisma“.
Sambúð Kanada og Sovétríkj-
anna er ekki beinlínis innileg,
eins og kunnugt er, einkum eftir
að njósnarmálið kom til skjal-
anna. En einnig áður var hún
snurðótt. f fréttamynd frá Fox-
félaginu, sem sýndi hátíðahöld
í tilefni af hátíðardegi Sovét-
ríkjanna, bannaði filmskoðun-
in í Ontaríó t. d. árið 1939
„allar myndir, sem sýna
rússneska hermenn á her-
göngu“. I annari fréttamynd ár-
ið 1938 voru bönnuð „öll atriði
sem sýndu, hvernig Sovétríkin
fögnuðu heimkomu heimskauta-
fara, sem áður hafði verið tal-
ið, að hefðu farizt“.
í sumum löndum eru allar
myndir bannaðar, sem sýna
notkun og smygl eiturlyfja og
hvíta þrælasölu. Leiðin til Ríó
er ein af þeim. Hún var bönn-
uð í Danmörku, en slapp í gegn
í Noregi, eitthvað stytt.
Kvikmyndaskoðunin í Sovét-
ríkjunum er að mörgu lejdi ann-
ars eðlis en í öðrum löndum.
Rússar búa ekki til myndir „til
skemmtunar“, heldur fyrst og
fremst til að ala fólkið upp í
þeim anda, sem Sovétstjómin
telur réttan. Fáar útlendar
myndir fá inngöngu í rússnesk
kvikmyndahús. Trúarlegar
myndir, eins og t. d. Going My
Way, Klukkurnar t St. Mary, og
Óður Bernadettu, eru ekki sýnd-
ar þar. Hve mikil áherzla er
lögð á „boðskapinn" má sjá af
því, að Eisenstein fékk ekki að
Ijúka við trilógíuna um ívan
grimma fyrr en hann hafði að
nýju rætt um hinn sögulega
skilning á keisaranum við sagn-
fræðideild hins opinbera.
Auðskilið er, hvers vegna
tékkneska myndin Ekstase var
bönnuð í Svíþjóð og fleiri lönd-
um. En hvers vegna fengu
Bandaríkjamenn ekki að sjá
norsku myndina Gott fólk árið
1939 ? Og hvernig stendur á því,
að Massachusettsríki bannaði
rússnesku myndina Pétur mikli
af siðferðilegum ástæðum, og
klippti kafla úr amerísku mynd-
inni Crisis?