Úrval - 01.04.1948, Síða 106
104
ÚRVAL
blómi að stöðva för mína. Sjáðu,
hvað blómið er fallegt! Þetta
litla blóm er barnið mitt. Það
sprettur upp úr vatninu, sem
var að verða glötun mín. Og nú
þekur það allan trjábolinn með
blómum, og hylur þannig það
fyrir augum mínum, sem myndi
gera mig sorgbitna aftur. Og ég
er alltaf glöð. Skilurðu nú?“
Konurnar tvær sátu þöglar í
nokkrar mínútur. Báðar höfðu
þær orðið fyrir miklum harmi.
Dauðinn hafði rænt aðra ást-
vini sínum, hin hafði orðið að
þola auðmýkt og niðurlægingu.
I raun og veru voru þær báðar
-ekkjur, og þær áttu báðar syni,
sem þær sáu ekki sólina fyrir.
Á þessari stundu tengdust þær
samúðarböndum, sem ekki slitn-
uðu meðan þær lifðu.
Síðar fékk Son Klin hugmynd,
sem Anna varð að aðstoða hana
við að hrinda í framkvæmd. 1
kennslustundunum hafði hún
komizt í kynni við hina frægu
skáldsögu Harriet Beecher
Stowe, Kofi Tómasar frænda, og
■orðið ákaflega hrifin. Hún las
bókinamörgum sinnum ogtalaði
nm persónumar dins og hún væri
'þeim gamalkunnug. Sorg henn-
ar yfir dauða Evu litlu var eins
sár og um hefði verið að ræða
hennar eigið barn. Hvenær sem
hún las þennan kafla, brast hún
í grát, og var sorgbitin marga
daga á eftir. Nú hafði henni dott-
ið í hug að þýða bókina. Hún
vann af óþreytandi elju og ákafa
að þýðingunni, unz þessi ástkæra
bók var komin á síamska tungu.
Aðdáun hennar á höfundi
Kofa Tómasar frænda, átti sér
engin takmörk. Dag nokkum
sagði hún Önnu frá þeirri á-
kvörðun sinni, að taka sér við-
urnefnið Harriet Beecher Stowe,
í viðurkenningarskyni við hina
amerísku skáldkonu. Eftir þetta
undirritaði hún oft bréf sín til
Önnu: „Harriet Beecher Stowe
Son Klin.“
O
Þar sem konungurinn hafði
mælt svo fyrir, að börnin skyldu
læra siði Evrópumanna, bauð
Anna um 30 af nemendum sín-
um til tedrykkju. I tilefni af
þessu hafði hún skreytt borð-
stofuna með brezkum fánum og
sett blóm á borðin, þar sem
ráðað var te- og kaffikönnum,
heimabökuðum kökum, ensku
ávaxtamauki, brauði og smjöri.
Hún hafði ekki gætt þess að
takmarka tölu gestanna, og þeg-
ar nemendurnir komu, vom
margar ambáttir í fylgd með