Úrval - 01.04.1948, Side 78
76
ijRVALi
Sumir hafa hrist höfuðið yf-
ir þessari hitadælu og fullyrt,
að með henni væri verið að reyna
að skapa „eitthvað af engu“,
búa til eilífðarvél, sem færi í
bága við lögmálið um óbreytan-
leik orkumagnsins í heiminum.
En eins og áður er skýrt, sköp-
um við ekki af ,,engu“. Við byrj-
um með því að taka hita úr ánni.
Að vísu er hitastig vatnsins svo
lágt, að ekki er hægt að hag-
nýta hitann eins og hann er.
En eigi að síður er það hiti, og
það sem við gerum, er að auka
hið upprunalega hitastig, þang-
að til við getum hagnýtt okkur
hitann. Eins og áður er sagt,
tökum við hitann úr árvatninu
þangað til hitastig þess er kom-
ið niður að frostmarki. Ef æski-
legt væri, gætum við án mikils
aukakostnaðar tekið meiri hita
úr vatninu og framleitt þannig
ís. Með öðrum orðum: framleiða
mætti ís fyrir skautahöll eða
frystihús, er stæði í nánd við
húsið, sem hita á upp með hita-
dælunni.
Athyglisverðast við þessa að-
ferð er, að við byrjum með all-
mikið hitamagn í árvatninu við
lágt hitastig, sem er auðfengið
og kostar ekkert. Nokkra orku
þarf til að knýja þrýstinn (kom-
pressor), sem á að hækka hita-
stigið, en við höfum áfram til
umráða hitann, sem við byrjuð-
um með, þannig, að við getum
sagt, að við byrjum með tvær
til þrjár hitaeiningar, sem við
fáum ókeypis úr ánni, bætum
við þær um einni hitaeiningumeð
dælukerfinu, og höfum þá til
umráða þrjár til fjórar hitaein-
ingar fyrir þá einu hitaeiningu,
sem við notuðum til að hækka
hitastigið. Á þann hátt verður
nýtingin 3—400%.
Hvaða kosti hefur nú hita-
dælan umfram kol til upphitun-
ar húsa ? Árangurinn af tilraun-
unum í Norwich gefur svarið.
Þegar við notuðum kol til að hita
upp húsið, fóru til þess 192 lest-
ir yfir veturinn. Eftir að við
tókum hitadæluna í notkun, not-
uðum við 189.000 rafmagnsein-
ingar í stað hinna 192 lesta af
kolum. Til að framleiða þetta
rafmagn, notaði aflstöðin 105
lestir af kolum. Sparnaðurinn
var með öðrum orðum 40%.
Auk þess voru kolin, sem afl-
stöðin notaði, lélegri en þau,
sem notuð voru til upphitunar
í húsinu. Með fyrirhuguðum
endurbótum á hitadælunni,
reiknum við, að sparnaðurinn
geti orðið 50%.