Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 50
48
ÚRVAL
brýðisemi. Þessi athugun er
ekki aðeins dægradvöl fyrir for-
eldrana, heldur getur hún leitt
í ljós skapgalla barnsins og
hjálpað til að laga þá, en slíkir
skapgallar eru oft orsök tauga-
veiklunar, sem kemur fram síð-
ar í lífinu.
Evelyn O. Adlerblum, sál-
fræðilegur ráðunautur, segir
svo: „Leikur barnsins er spegill
lífs þess. I leiknum segir það
frá sjálfu sér, hvert viðhorf þess
er til fjölskyldunnar og til ann-
arra barna. En það lýsir þó bezt
sínu eigin lífi.
Síbreytilegur persónuleiki
þess speglast í tali þess, leik-
föngum og viðskiptum við önn-
ur börn. I leiknum, sem er hin
eðlilega tjáning allra barna,
koma fram hæfileikar þess,
metnaður, ótti, ástúð og félags-
lund.“
Ungfrú Adlerblum segir frá
Mimi, sem flengdi brúðuna sína
og sagði: ,,Þú mátt ekki borða
með óhreinum höndum. Þú verð-
ur að þvo þær. Veiztu, hvað
getur skeð? Þú verður veik. Þú
færð lungnabólgu og deyrð. Það
verður ekki gaman fyrir þig.“
Leikur Mimi var spegill heim-
ilislífs hennar. Faðir hennar var
skipslæknir, og því oft að heim-
an. Móðirin var vanaföst og
hreinlíf sveitakona, sem hafði
megna óbeit á borgarlífinu.
Hálfu öðru ári eftir að Mimi
fæddist, fór móðirin að vinna
utan heimiiisins. Það var farið
með Mimi á barnaheimili á
morgnana, og hún var sótt aft-
ur á kvöldin.
Vansæld móðurinnar varð tii
þess að skapa henni tvær ástríð-
ur: hreinlæti og heilsuvernö.
Heimilið og föt barnsins varð
að vera hreint, til þess að heim-
ilisstörfin yrðu sem minnst. Og
Mimi „mátti alls ekki verða
veik“, því að þá hefði móðirin
orðið að hætta vinnu sinni.
I brúðuleik jum sínum lét Mimi
í ljós gremju sína yfir þessu á-
standi. Og í skólanum var hún
frek og illa liðin. Framkoma.
hennar var þannig, af því að
henni hafði ekki verið sýnd nóg
ástúð. Og það var ekki á neinna
færi nema foreldranna, að veita
henni hana.
Þegar komizt hafði verið fyi-
ir orsökina, var hægt að hjálpa
foreldrunum við að bæta aðbúð
barnsins á heimilinu.
í brezka blaðinu „The Hlu-
strated" er skýrt frá því, að
þessi leikathugunaraðferð sé nú
notuð við sálrænar lækningar á