Úrval - 01.04.1948, Síða 60
58
ÚRVAL
(karlkynslitningar). Ef frjó,
sem hefur X-litning, sameinast
eggi, verður barnið kvenkyns,
en ef frjóið hefur Y-litning,
verður barnið karlkyns. Konan
á með öðrum orðum engan þátt í
að ákveða kynferði barnsins.
En úr því menn vita, hvernig
kynferði barnsins ákvarðast, er
þá ekki hægt að ráða einhverju
um það? Amerískur líffræðing-
ur, dr. E. Newton Harvey við
Princetonháskóla, hefur komið
fram með tillögu í þá átt. Hann
ályktar, að um það bil helming-
ur frjóanna hafi X-litninga og
hinn helmingurinn Y-litninga. Á
þessum litningum er örlítill
þyngdarmunur. í X-litningunum
er örlítið meira af frumuefninu
kromatin, og eru þeir því örlítið
þyngri.
Hví ekki að skilja þessi tvenns
konar frjó að með skilvindu?
segir dr. Harvey. Nýjustu gerð-
ir af skilvindum snúast ótrúlega
hratt — meira en milljón snún-
inga á mínútu.
Við slíkan hraða er miðflótta-
afl eins gramms meira en 8000
kg. Og þarf þá ekki að vera
nema örlítill þyngdarmunur á
tveim efnum til þess að hægt sé
að skilja þau að. Þegar búið
væri að skilja þannig í sundur
karlkyns og kvenkynsfrjóin.
væri hægðarleikur að frjóvga
konuna með hvoru sem væri.
Þessari aðferð mundi verða
mjög auðvelt að koma við, þeg-
ar hjón geta ekki átt börn vegna
þess að eiginmaðurinn er ófrjór
og konunni er gefið aðfengið
sæði, eins og farið er að tíðkast
nú. Ef tillögur dr. Harveys reyn-
ast framkvæmanlegar, gætu
slíkir foreldrar eignast hvort
sem þau vildu heldur, dreng eða
stúlku.
En fyrst munu tilraunir að
sjálfsögðu verða gerðar á dýr-
um. Ef þær heppnast vel, mun
hinn æfagamli draumur manns-
ins rætast: að geta ráðið því,
hvort börnin hans verða drengir
eða stúlkur.
En hvort þetta muni reynast
heppilegt frá sjónarmiði mann-
kynsins í heild er annað mál,
sem ekki verður rætt hér.