Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 74
'72
TÍRVALi
hægt væri með vissu að vita um
þau, væri, að enginn veit, hvað
þau kunna að taka upp á. Venju-
lega garga þau hvert í kapp
við annað, þegar ókunnugir
nálgast, og nota sumir bændur
þau í stað varðhunda. En nýlega
bar það við hjá bónda í Kali-
forníu, að öllum kalkúnhænsn-
iinum var stolið að nóttu til og
gaf ekkert þeirra frá sér hljóð.
í Vermont hitti ég marga
bændur, sem sögðust aldrei
skyldu hafa kalkúna í húsum
sínum framar. Þegar ég hafði
orð á þessu við gamalreyndan
kalkúnræktanda, brosti hann og
sagði: „Bíðið þangað til næsta
vor. Þeir sem einu sinni hafa
haft kalkúna, geta ekki verið
á,n þeirra."
Kalkúnhænsnin eru einu
tömdu fuglarnir, sem eru 100%
Ameríkanar. Þau voru í Ame-
ríku þegar Columbus kom þang-
að. Enginn veit, hver fyrstur
tamdi kalkúna. Raunar er ekki
hægt að tala um tamningu í
sambandi við kalkún, því að
sennilega er engin skepna á
jarðríki ótamdari en hann.
Kalkúnegg eru tvisvar til
þrisvar sinnum stærri en hænu-
egg, og þau eru góð til átu.
Skurnin er þykk og innan í
henni er sterk himna. Unginn
nærist á rauðunni, og fyrstu
dagana eftir að hann kemur úr
egginu, þarfnast hann einskis.
Það er hægt að senda þá lang-
ar leiðir í pappaöskjum án mat-
ar eða drykkjar, en ekki eftir
að þeir eru byrjaðir að neyta
matar — ef bóndanum tekst
þá að koma þeim á bragðið!
Bóndi einn í Vermont hafði
það fyrir sið að láta marmara-
kúlur í matar- og vatnstrogin.
Ungarnir hændust að kúlunum
og hjuggu í þær með gogginum.
Stundum skrikaði goggurinn út
af kúlunum og lenti ofan í matn-
um. Stundum vildi þó ekki svo
vel til, og þá æddu ungarnir
um gargandi af sulti, sem þeir
vissu engin ráð til að seðja. Nú
er bóndinn hættur að láta til-
viljunina ráða; hann tekur ung-
ana og rekur gogginn á þeim
ofan í matinn, þangað til þeir
hafa lært átið.
Flest hænsnahús eru með
hvössum hornum, en kalkún-
bændur hafa fyrir löngu lært
að gera ávöl hornin í kalkúnkof-
unum, því að ungamir hafa það
fyrir sið að troða sér út í horn,
hver ofan á annan, venjulega
með þeim afleiðingum, að þeir,
sem neðstir eru, kafna. Bóndi