Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 104
102
tJRVAL
að nota við kennsluna. Börnin
skoðuðu þessa nýjung af mikilli
athygli, og þegar fréttin barzt
út, komu hjákonurnar úr kvenna-
búrinu, til þess að virða hann
fyrir sér. Þær þukluðu á ísnum,
og þegar þær fundu að hann var
kaldur, flissuðu þær, þvínæst
horfðu þær á hann bráðna, og
verða að vatni. Af því að þær
höfðu ísinn fyrir augunum, áttu
þær ekkert bágt með að trúa
því, að í köldu löndunum frysi
vatn, þar til hægt væri að ganga
á því. En þegar Anna sagði
þeim, að regnið í slíkum löndum
frysi líka og félli til jarðar sem
hvítt efni, sem kallað væri
snjór, urðu allir nemendurnir
móðgaðir. Það var ekki fyrr en
hún hafði fengið konunginn til
að votta þetta með sér, (hann
hafði lesið um þetta fyrirbrigði
í mörgum ferðasögum), að nem-
endurnir hættu að efast um
sannleiksgiidi frásagnar henn-
ar.
Anna hafði ekki eins mikinn
áhuga á neinni af hjákonunum
og frú Son Klin, sem þýðir Hin
dulda angan. Það leið ekki
á löngu, áður en henni tæk-
ist að ná tali af þessum ótta-
slegna, en áhugamikla nemanda.
Dag nokkurn vék Anna sér að
henni, áður en hún gat lagt á
flótta út úr kennslustofunni og
spurði hana hvort hún vildi ekki
koma til sín í einkatíma í ensku.
„Ætlið þér að kenna mér?“
spurði hún, frá sér numin af
undrun. „En ég er ekki þess
verð, að þér eyðið dýrmætum
tíma yðar mín vegna.“
„Það er ekki yðar að ákveða
það,“ sagði Anna með festu.
„Ég skal dæma um það, þegar
ég sé, hvað þér getið.“
Prú Son Klin rak upp gleðióp,
en kastaði sér þvínæst niður og
faðmaði fætur önnu.
Hún var iðin nemandi og kom
dag eftir dag og mánuð eftir
mánuð, og sýndi meira þolgæði
en nokkur hinna. Hún var
áhyggjufull og ellileg á svipinn.
Vegna ónáðarinnar, sem hún var
fallin í hjá konunginum, beindi
hún öllu ástríki sínu til
sonar síns, Krita Phinihan
prins, sem var níu ára gamall,
og aðeins einu ári yngri en
Chulalongkorn, erfðaprinsinn.
Konungurinn var ástúðlegur
faðir við börn þeirra mæðra,
sem hann hafði ást á, en væri
móðirin ekki að skapi hans, galt
barnið þess. Þessvegna var
Krita prins, næst elzta barn
konungsins, í sömu ónáðinni og