Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 104

Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 104
102 tJRVAL að nota við kennsluna. Börnin skoðuðu þessa nýjung af mikilli athygli, og þegar fréttin barzt út, komu hjákonurnar úr kvenna- búrinu, til þess að virða hann fyrir sér. Þær þukluðu á ísnum, og þegar þær fundu að hann var kaldur, flissuðu þær, þvínæst horfðu þær á hann bráðna, og verða að vatni. Af því að þær höfðu ísinn fyrir augunum, áttu þær ekkert bágt með að trúa því, að í köldu löndunum frysi vatn, þar til hægt væri að ganga á því. En þegar Anna sagði þeim, að regnið í slíkum löndum frysi líka og félli til jarðar sem hvítt efni, sem kallað væri snjór, urðu allir nemendurnir móðgaðir. Það var ekki fyrr en hún hafði fengið konunginn til að votta þetta með sér, (hann hafði lesið um þetta fyrirbrigði í mörgum ferðasögum), að nem- endurnir hættu að efast um sannleiksgiidi frásagnar henn- ar. Anna hafði ekki eins mikinn áhuga á neinni af hjákonunum og frú Son Klin, sem þýðir Hin dulda angan. Það leið ekki á löngu, áður en henni tæk- ist að ná tali af þessum ótta- slegna, en áhugamikla nemanda. Dag nokkurn vék Anna sér að henni, áður en hún gat lagt á flótta út úr kennslustofunni og spurði hana hvort hún vildi ekki koma til sín í einkatíma í ensku. „Ætlið þér að kenna mér?“ spurði hún, frá sér numin af undrun. „En ég er ekki þess verð, að þér eyðið dýrmætum tíma yðar mín vegna.“ „Það er ekki yðar að ákveða það,“ sagði Anna með festu. „Ég skal dæma um það, þegar ég sé, hvað þér getið.“ Prú Son Klin rak upp gleðióp, en kastaði sér þvínæst niður og faðmaði fætur önnu. Hún var iðin nemandi og kom dag eftir dag og mánuð eftir mánuð, og sýndi meira þolgæði en nokkur hinna. Hún var áhyggjufull og ellileg á svipinn. Vegna ónáðarinnar, sem hún var fallin í hjá konunginum, beindi hún öllu ástríki sínu til sonar síns, Krita Phinihan prins, sem var níu ára gamall, og aðeins einu ári yngri en Chulalongkorn, erfðaprinsinn. Konungurinn var ástúðlegur faðir við börn þeirra mæðra, sem hann hafði ást á, en væri móðirin ekki að skapi hans, galt barnið þess. Þessvegna var Krita prins, næst elzta barn konungsins, í sömu ónáðinni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.