Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
leið heimilunum; það veldur
taugaveiklun, andlegum þján-
ingum og margskonar árekstr-
um.
En jafnframt verðum við að
gera okkur ljóst, að margar
konur, sem aðrir telja f jörlaus-
ar, eru það alls ekki að eigin
dómi; þær eru ánægðar með
kynferðislíf sitt, þær finna gleði
í að veita manninumfullnægingu
og það er þeim nóg. En mjög er
þetta undir manninum komið.
Ef hann er ánægður og er að
öðru leyti andlega samstilltur
konunni, þá er hún að jafnaði
einnig ánægð og í sátt við sjálfa
sig.
En því verður ekki neitað, að
margar konur hafa ekkert upp
úr samlífinu við manninn, og að
þær fá jafnvel óbeit á því. Jafn-
víst er, að margar þeirra gætu
lifað ánægjulegu kynferðislífi
við aðrar aðstæður, það hefur
rejmsian sýnt, og er ekki hægt
að neita því, að sökin er manns-
ins, sem oft á tíðum veldur
sjálfur fjörleysi konunnar.
Ég skal benda á nokkur atriði,
sem ég hef tekið eftir hjá þeim
konum, er leitað hafa til mín.
Margar segjast ekki geta ein-
beitt sér. Annarlegar hugsanir
sæki á þær og komi í veg fyrir,
að þær geti komizt í rétt hugar-
ástand. Athöfnin sjálf leggi
bönd á hrifningu þeirra. Það
þurfi alls ekki að vera mannin-
um að kenna, heldur stafi blátt
áfram af því, að þær blygðist
sín fyrir líffæri sín og setji þau
í samband við eitthvað óhreint
og telji þá, að maðurinn hljóti
að líta eins á þau.
Stundum á það sér einnig
stað, að einskonar ný tegund
blygðimarsemi kemur upp milli
hjóna. Þeim finnst — og það á
einkum við rnn konur með lítt
þroskað ástalíf — að ekki sé
viðeigandi að beita töfrakúnst-
um í hlutverki ástmeyjarinnar,
þegar þær þurfa jafnframt dag-
lega að leika önnur hlutverk:
sem húsmóðir, móðir og félagi.
Þessar konur segja hiklaust, að
gagnvart ókunnugum manni
gætu þær slitið af sér öll bönd
og hlotið þannig kynferðislega
fullnægingu — og veit ég mörg
dæmi til að slík ummæli eru
meira en orðin tóm.
Ef maður talar við komungar
eiginkonur — og raunar unga
menn líka - er furðulegt, hve fá-
ar hafa fengið kynferðislega
fullnægingu. Það þarf talsverð-
an andlegan þroska til að öðlast
þetta hnoss, og makavalið er