Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 11
Hér birtist erindi, sem danskur læknir
flutti í danska útvarpið —
Um erfiðleika í samlífi hjóna.
Úr „Vár Tid“,
eftir dr. med. Einar Geert-Jörg-ensen, yfirlækni.
]1/|ÖRG sálræn og líkamleg
vandamál mæta hjónum
í samlífi þeirra, og það er erfitt
að draga saman og setja fram
þau skilyrði, sem uppfylla þarf
til að hjónaband geti verið far-
sælt.
En á því er naumast efi, að
þrennt er nauðsynlegt: sam-
ræmi á sviði tilfinninga- vits-
muna- og kynferðislífs. Hjónin
þurfa með öðrum orðum helzt
að hafa sameiginleg áhugamál,
og munurinn á tilfinningalífi
þeirra má ekki vera alltof mik-
ill. Það er að vísu sagt, að það
sé gott að andstæðurnar mætist,
en það á aðeins við um skamm-
ar samvistir, meðan hið fram-
andi vekur eftirvæntingu og
heillar. Þegar til lengdar lætur,
ef vafalaust heppilegast, að and-
stæðumar séu ekki alltof mikl-
ar.
Menn verða að skilja, að þetta
þrennt, sem að framan greinir,
verður ekki sundurskilið. Vits-
munir og tilfinningar er nátengt
hvað öðru, og erfileikar eða
ósamlyndi á öðru sviðinu hafa
áhrif á hitt, og margskonar
truflanir á kynferðissviðinu
eiga einnig rót sína að rekja
þangað.
Hjónabandið er meira en ást-
arsamband, þó að það sé þýð-
ingarmikið.
Hjá því verður ekki komizt,
að ástarfuninn milli hjónanna
dofni með árunum. Því miður
skeður það ekki alltaf samtímis
hjá báðum aðilum, en þessi
breyting á tilfinningunum er
eðlileg og þarf alls ekki að vera
tap í sjálfu sér. I hamingju-
sömu hjónabandi verða tilfinn-
ingarnar oft dýpri og einlægari
á öðrum sviðum, og breytingin
á kynferðislífinu veldur þá ekki
óróa og áhyggjum, heldur er
hún talin eðlileg.
Ef hjónabandið er einungis
byggt á kynferðislífinu, hlýtur
breytingin að hafa allt önnur