Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 61
4.500.000 volta rafspenna notuð
til að gerilsneyða rnatvæli.
Ný aðferð til geymslu á matvœlum.
Grein úr „Science Digest“,
eftir Emile Schurmacher.
1%TOKKRA undanfarna mánuði
^ ^ hafa tveir lítt þekktir vís-
indamenn í New York verið önn-
um kafnir við að framleiða eld-
ingar og gera tilraunir með þær.
Þessar tilraunir geta haft víð-
tæka þýðingu fyrir daglegt líf
okkar í framtíðinni.
Vegna tilrauna, sem þeir dr.
Arno Brasch og dr. Wolfgang
Huber eru að gera með hinar
tilbúnu 4.500.000 volta elding-
ar, getur svo farið, að breyting
verði á bragði geymdra matvæla
og lyfja, sem við notum, og að
upp verði tekin ný aðferð til að
geyma matvæli og verja þau
skemmdum.
Og þessar tilraunir geta haft
það í för með sér, að stórar
iðngreinir taki í notkun nýtt og
áður óþekkt tæki.
Dr. Brasch er uppfinninga-
maður „gervieldingarinnar".
Hann var áður prófessorviðBer-
línarháskóla, en hefur nú um
langt skeið verið að rannsaka á-
hrif eldingarafeinda á efni, og
hvernig hagnýta mætti þá þekk-
ingu, sem fengizt hefur á þessu
sviði.
Aðrir vísindamenn, í Eng-
landi, Rússlandi og Ameríku,
voru einnig að gera tilraunir
með þetta. Þeir byggðu risastóra
frumeindakljúfa, til þess að geta
beint miljón volta eldingum að
einhverjum hlut, en eldingam-
ar voru svo magnaðar, að þær
eyddu í stað þess að gerilsneyða,
líkt og þegar eldi er beint að
ísmola.
Dr. Braseh reyndi að vinna
bug á þessum vandkvæðum, með
því að komast að, hve varanleiki
þessara gervieldinga væri mik-
ill. Hann ályktaði sem svo, að
ef hægt væri að skjóta elding-
um nógu snöggt, mætti hafa gagn
af þeim. Hann gerði teikningu
af tæki, sem gat skotið rafeinda-
leiftrum á hundrað milljónasta
hluta úr sekúndu.
Eina nótt, þegar hann var að
8*