Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL.
því hafði hann átt mikil bréfa-
viðskipti við Viktoríu drottn-
ingu.
I tilraunum sínum við að auka
sambandið við umheiminn, hafði
konungurinn ekki heldur van-
rækt Bandaríkin. Hann hafði
lesið um það einhvers staðar, að
á dýrasýningum, sem væru mjög
vinsælar í sveitahéruðum Banda-
ríkjanna, væru fílar taldir
rnerkilegustu dýrin og mest í
hávegum hafðir. Hann skrifaði
Lincoln forseta þegar bréf, og
bauðst til að senda honum nokk-
ur fílahjón, svo að þau gætu
aukið kyn sitt í Ameríku og orð-
ið nytsöm áburðardýr með tím-
anum.
Enda þótt Lincoln hefði um
þetta leyti nóg á sinni könnu
vegna borgarastyrjaldarinnar,
sem þá geisaði, gaf hann sér
þó tíma til að svara bréfi kon-
ungsins mjög kurteislega.
I svarbréfi sínu, dagsettu 3.
febrúar 1862, afþakkaði Lincoln
þetta höfðinglega boð, og bar við
því, að yfirráðasvæði Bandaríkj-
anna næði ekki svo langt suður,
að fílar gætu þrifizt þar, og auk
þess notuðu Bandaríkjamenn
gufuskip og gufuvagna til flutn-
inga.
Það var erfitt að vera bréf-
ritari konungsins, vegna þess að
hann var bæði hverflyndur og
ráðríkur. Stundum skrifaði hann
bréf á eigin spýtur, innsiglaði
þau með innsigli sínu og sendi
þau í einkapóstpokum sínum út
um allan heim. Seinna skipaði
hann Önnu stundum að skrifa
sömu aðilum og segja þeim,
að fyrri fyrirmælin væru á mis-
tökum byggð — mistökum henn-
ar, að því er varðaði þýðingu,
eða afritun, en sjálfur hefði
hann ætlað að segja allt annað.
Að einu leyti lét hún þó aldrei
undan. Ætti hún að vinna í sama
herbergi og konungurinn, krafð-
ist hún þess að fá að standa
uppréttum fótum í návist hans.
Konungurinn féllst á það, en þó
með því skilyrði, að settist hann
á stól, yrði hún líka að setjast
á stól, og settist hann á gólfið,
yrði hún líka að setjast á gólfið.
Dag nokkurn var hún skyndi-
lega kölluð á konungsfund.
Hann átti þá og þegar von á
heimsókn yfirforingja brezka
flotans á Indlandshafi, John
Hay, lávarðar. Til þess að koma
sér vel við þenna tigna gest,
hafði hann ákveðið að stíga
spor, sem var algert einsdæmi í
Síam — hann ætlaði að lofa
flotaforingjanum að sjá feg-