Úrval - 01.04.1948, Side 22
20
ÚRVAL
indalegu Marxista. Þeir trúðu
því, að auðvelt mundi að vinna
rússneska bændur til fylgis við
sósíalismann, því að þeir héldu
enn tryggð við hið aldagamla
Mir — sameignarskipulag
sveitaþorpanna. Jafnvel á tím-
um átthagafjötra og þrældóms
héldu bændurnir dauðahaldi í þá
erfðakenningu, að jörðin til-
heyrði Mir, en ekki ránshöndum
landsdrottnanna.
Annar vina minna var Pétur
Krópotkin, stjómleysinginn, sem
allir — jafnvel Times — virtu
sem vísindamanninn, er samið
hafði Gagnkvæma hjálp (á
dönsku „Gensidig Hjælp“).
Hann var af konunglegum ætt-
um og hafði verið sjóliðaefni
áður en hann sneri sér að líf-
fræði og fór í rannsóknarleið-
angra þá til Síberíu, sem gerðu
hann frægan. Mér er hann í
minni sem roskinn maður, lágur
vexti og þrekvaxinn, með sítt,
rauðleitt skegg, klæddur snyrti-
legum síðjakka. Hann lifði mjög
óbrotnu lífi, innan um óskipu-
lega bókahlaða í litlu húsi í
Highgate. Var nokkurt slíkt
góðmenni í allri London sem
hann? Góðvildin geislaði frá
honum. Sjálfur var hann ímynd
þess samhugar og samvinnu,
sem hann prédikaði gegn flytj-
endum Darwinskenninganna um
baráttuna fyrir tilverunni. Ég
sá hann einu sinni umkringdan
ungum, rússneskum Marxistum,
sem voru að leggja fyrir hann
spurningar. Þeir voru í heitri
andstöðu við grundvallarskoð-
anir hans, en ósjálfrátt elskuðu
þeir hann, og þeir sýndu það.
Ég átti talsvert saman við hann
að sælda um þessar mundir, því
að ég var að hjálpa honum að
skrifa stórt flugrit, sem fletti
ofan af kúgunarstjóm Stolyp-
ins, er tók við eftir að fyrsta
Duman (þingið) hafði verið
leyst upp.
En það voru Marxistarnir,
Sósia,ldemókratarnir, sem reynd-
ust mestu ráðandi um úrslit og
gang rússnesku byltingarinnar.
Sá flokkur byggði vonir sínar
á iðnaðarverkamönnum. Um
þetta leyti vom þeir skiptir í
tvær stríðandi fylkingar, sem
deildu ákaft um starfsaðferðir.
Mensévikarnir héldu því fram,
að frelsisbaráttan í jafnfrum-
stæðu þjóðfélagi og Rússlandi
yrði að feta í spor ensku og
frönsku byltinganna. Fyrst af
öllu yrði að steypa zarveldinu
í bandalagi við frjálslynda menn
í mið- og yfirstéttunum; því