Úrval - 01.04.1948, Side 32
30
TJRVAL
brennivíns og lekandalyktina.
Bjarni hoppaði upp af reiði.
„Þú segir þetta af öfundsýki,
svínið þitt!“
Fyrst negldi hann f jalir með-
fram búrgólfinu, svo að kvik-
indið gæti ekki falið sig þar.
Síðan leitaði hann af sér allan
grun í skutþiljunum og lokaði
þeim vandlega. Gullhesturinn
kallaði til hans, að hann og
presturinn væru að kafna.
Bjarni bað hann vera rólegan og
hélt leitinni áfram í eldhúsinu.
Svo tók hann sér kaðalspotta í
hönd og barði allt ofanþilja.
Allt í einu var kallað: Hérna
kemur hún!
Bjarni sá rottuna koma æðandi
fram eftir þilfarinu og hljóp þeg-
ar til móts við hana. Stýrimað-
urinn var á eftir henni. Skyndi-
lega stökk rottan upp á öldu-
stokkinn og smaug eins og ör-
skot framhjá Bjarna. En Bjarni
lét þetta ekki á sig fá. Hann
stökk sjálfur upp á öldustokk-
inn og elti rottuna. Skipið valt;
þetta var snilldarlegt afrek!
Matsveininum brá svo mjög,
að hann sleppti stýrinu og stýri-
maðurinn stóð eins og negldur
niður. Guð hjálpi mér!
Stýrimaðurinn vissi, að Bjarni
var snillingur á sínu sviði, en
afrekið gerði hann orðlausan.
Bjarni fór í loftköstum, en kom
þó alltaf niður á fæturna og
sveiflaði kaðalspottanum ákaf-
lega. Hann gaf sér líka tíma til
að bölva.
I fyrstu var rottan of fótfrá,
en að því rak, að kaðallinn lenti
á henni og hún féll fyrir borð.
Fagnaðaróp kafnaði í kverkum
stýrimannsins, því að Bjarni
stakk sér á eftir rottunni.
Svo illa vildi til, að matsveinn-
inn hafði breytt stefnu skips-
ins rétt í sama bili, og það tók
nokkra stund, þar til því hafði
verið snúið við. Þá var Bjarni
góðan spöl í burtu.
Skipstjórinn og Gullhesturinn
komu upp á þilfar og bjarg-
hringjum var kastað út. Þá sáu
þeir, að rottan sat á höfði
Bjarna. Hún læsti klónum í hár
hásetans og lyfti hausnum upp,
eins og hún væri að skima eftir
einhverju.
— Ef ég hefði byssu,-------
sagði stýrimaðurinn.
Nú fór sundmaðurinn að nálg-
ast skipið, þar sem áhöfnin beið
með kaðla og bjarghringi. Þeir
töluðu meira um rottuna en
Bjarna, og dýrið var sýnilega
hrætt. Það horfði í kringum sig,