Úrval - 01.04.1948, Side 62
60
ÚRVAL
störfum í rannsóknarstofu sinni
í Berlín, komu Gestapomenn í
heimsókn til hans og tilkynntu
honum, að hér eftir skyldi hann
vinna að kjarnorkurannsóknum
undir eftirliti hersins. Brasch
flýtti sér að safna saman þýð-
ingarmestu vísindaskjölum sín-
um og flýði frá Þýzkalandi.
Hann fór fyrst til Hollands, síð-
an Englands og Rússlands, en
loks til Bandaríkjanna.
Mánuðum saman árið 1943
gekk hann á milli manna í New
York og reyndi að vekja áhuga
á tæki sínu og safna fé til þess
að byggja það.
Hann hélt því fram, að hægt
væri að gerilsneyða með raf-
magni 100 þúsund pund mat-
væla á klukkustund fyrir rúm-
an y2 eyri á pund.
Þetta tæki gæti gerbreytt mat-
vælaframleiðslunni og komið að
góðum notum í mjólkur- og kjöt-
iðnaðinum og öðrum iðngrein-
um. Auk þess myndi það hafa
geysimikla þýðingu á sviði efna-
fræði, lyfjagerðar, til lækningar
á krabbameini og á mörgum
fleiri sviðum.
En Brasch var óþekktur í
landinu og hafði ekki annað í
höndum en snjáðar og velktar
teikningar, og það var því ekki
að undra, þótt erfiðleikar yrðu
á vegi hans. Það kostaði mikið
fé að byggja tæki hans. En loks
tókst honum þó að fá fésterka
menn til að leggja fram hálfa
milljón dollara.
Dr. Brasch og félagi hans, dr.
Huber, voru 15 mánuði að
byggja tækið, sem nefnt var
,,capacitron“. Það var ekki fyrr
en dag einn í janúarmánuði ár-
ið 1946, að þeir þrýstu á hnapp
og skutu 4.500.000 volta eldingu,
svo skjótt, að ekki tók nema
einn hundrað miljónasta hluta
úr sekúndu.
Þeir settu nautakjötsbita í
loftþétt ílát án nokkurra rot-
varnarefna og beindu eldingunni
að því. Þeir geymdu ílátið í
venjulegum stofuhita í þrjá
mánuði, og var kjötið þá enn
sem nýtt. Hið geysisterka leiftur
hafði drepið allar bakteríur, sem
valda rotnun. Þeir gerðu sömu
tilraun með ostrur, rækjur,
rjómaost, fuglakjöt, lifur, á-
vexti, grænmeti og aðrar fæðu-
tegundir, sem verður að frysta,
salta eða þurrka, ef þær eiga að
geymast óskemmdar.
Vísindamennirnir komust að
raun um, að rafeindaleiftrin, sem
beint var að þessum fæðuteg-
undum, ollu ekki einungis því, að