Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 100

Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 100
ÚRVAL 98 ætti að fara til hallarinnar þeg- ar í stað. Þetta var á fimmtu- degi, þeim degi vikunnar, sem helgaður er guði vizkunnar, Brihaspati, og því ákjósanlegur fyrir formlega skólasetningu. Konungurinn tók Önnu og Louis vel og virtist hafa gleymt reiði sinni frá fyrra fundi þeirra. Hann bauð þeim að setj- ast. Síðan var þögn góða stund. Þá klappaði konungurinn saman lófunum og fjöldi ambátta þyrptist inn í salinn. Konungur- innn mælti eitt eða tvö orð, ambáttirnar hneigðu höfuð sín í undirgefni og hurfu síðan á brott. Þegar þær komu aftur, skriðu þær fimlega eftir gólfinu og báru öskjur með skrifspjöld- um, blýöntum, bleki, pennum og mörgum eintökum af hinu kunna, bláa stafrófskveri Websters, og þetta lögðu þær allt á langt, útskorið skrifborð. Aðrar konur komu inn, einnig skríðandi. Þær báru logandi kerti og ker með hvítum lótusblómum, sem þær settu líka á borðið, en við það stóðu yfir tuttugu gylltir stól- ar. Allt virtist hafa verið undir- búið af mestu nákvæmni. Tónar frá ósýnilegri hljóm- sveit bárust um salinn. Það var merki þess, að prinsarnir og prinsessurnar, sem áttu að verða nemendur hennar, væru að koma. Börnunum var skipað í röð eftir aldri. Fyrst kom telpa, á að gizka tíu ára gömul. Önnu várð starsýnt á silkimjúkt hörund hennar, yndislegt vaxt- arlag og dreymin augu. Konung- urinn tók blíðlega í hönd hennar og kynnti hana Önnu með þess- um orðum: „Enska kennslukon- an. Ying Yaowalak, frumburður meðal kvenna.“ Barnið heilsaði Önnu með stillingu og virðu- leik. Hún tók báðar hendur Önnu í sínar, laut höfði og snart þær með enninu. Þvínæst fór hún á sinn stað, eftir bendingu frá konunginum. Þannig voru öll börnin, eitt af öðru, leidd fyrir kennslukonuna, og þegar það síðasta var komið á sinn stað í hinni krjúpandi röð á gólfinu, þagnaði hljómlistin. Konungurinn ávarpaði síðan börnin með nokkrum orðum, og þýddi jafnframt mál sitt fyrir Önnu. ,,Kæru börn“, sagði hann, „það er ósk vor, að þið lærið ensku ekki síður en móðurmálið. Af því að þetta er enskur skóli, verðið þið að læra enskar um- gengnisvenjur og siði. Þið megið sitja kyrr í stólum ykkar, þegar ég kem í eftirlitsferð í skólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.