Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
að aðstoða sig við að fá áheyrn
hjá konunginum.
Fulltrúinn bauðst til að gera
það, sem hann gæti, en bjóst
við að hún yrði að bíða í nokkr-
ar vikur. Hann sagði henni, að
konungur væri önnum kafinn
við hátíðahöld í sambandi við
það, að elzti sonur hans, Chula-
iongkorn prins, væri að hljóta
krónprinstign.
„Verður hann einn af nem-
endum mínum?“ spurði Anna.
,,Ég býst við því,“ svaraði
Hunter.
Dag nokkurn komu amerísk
trúboðshjón, Stephen Mattoon
og kona hans, í heimsókn til
Önnu. Mattoon var skeggjaður
maður með glettnisleg augu.
Konan var blátt áfram og frem-
ur ófríð, en Anna fann strax, að
sér Ieið vel í návist hennar.
Þau tengdust þegar vináttu-
böndum. Anna gat fræðzt af
þeim um allt. Þau höfðu verið í
Síam í fimmtán ár samfleytt, að
undanteknum nokkrum tíma, er
þau dvöldu í Bandaríkjunum
sér til heilsubótar. Anna hafði
mikinn hug á að fræðast af frú
Mattoon um kennslustarf í kon-
ungshöllinni, en hún hafði kennt
þar fyrir tíu árum.
„Konungurinn bað mig, og
tvær trúboðskonur aðrar, að
kenna kvenfólkinu í höllinni —
það mun hafa verið árið 1851,
eða þegar hann kom tii valda.
Þér munuð reka yður á það
sama og við, að þær eru ekki
eftirtektasamir nemendur. Það
er ómögulegt að halda þeim við
efnið, því að þeim hefir aldrei
verið kennt að beita huganum
En margar eru vel af guði gerð-
ar, og það getið þér fært yður
í nyt.“
Anna kvaðst búast við því, að
hún ætti líka að kenna ungu
prinsunum.
„Það höfum við líka frétt, og
það er auðvitað mesta tækifæri
fyrir yður, því að einn af þeim
verður konungur.“
„Kvenfólkið hérna hjá Krala-
home er búið að koma inn hjá
mér ótta við konunginn. Það
kallar hann „herra lífsins“; það
er elcki lítilfjörlegur titill fyrir
manneskju, og gefur til kynna,
hver völd hann muni hafa. Er
hann eins duttlungafullur og
hefnigjarn og hann er sagður?“
Frú Mattoon þagði um stund.
„Já. Það væri ekki rétt að
blekkja yður með því að bera í
bætifláka fyrir hann. En hann
er mjög vel gefinn, og hann hef-