Úrval - 01.04.1948, Síða 88
ANNA OG SÍAMSKONUNGUR
AÐ var komið undir kvöld
dag nokkurn árið 1862, þeg-
ar gufuskipið frá Singapore
nálgaðist Bankok, höfuðborg-
ina í Síam.
Ensk kona með sex ára dreng-
hnokka við hlið sér hallaðist
yfir öldustokkinn. Hún var
grönn og fönguleg, og horfði
til strandarinnar með dökkum,
kvíðafullum augum.
Skipið varpaði akkerum fram
undan löngum, hvítum vegg, en
á bak við hann mátti greina
konungshöllina, sem gnæfði við
himinn. Enska konan starði á
þessa mikilfenglegu byggingu,
án þess að veita hinum mikla
fjölda skipa og báta á fljótinu
nokkra athygli.
Von bráðar skauzt langur
gondóll fram úr skugganum við
ströndina. Hann var eins og
dreki í lögun og uppljómaður af
blysum. Þegar gondóllinn kom
að skipshliðinni, sté embættis-
maður um borð. Hann var bú-
inn rauðri silkiskikkju einnri
klæða. Brúnt hörund hans gljáði
í bjarma kyndlanna. I fylgd
með honmn voru allmargir að-
stoðarmenn, sem lögðust flatir
á þilfar skipsins, og sama gerðu
allir aðrir Asíumenn, sem voru
um borð í skipinu.
Skipstjórinn kom á vettvang.
„Frú Leonowens, má ég
kynna yður hans hágöfgi, Chao
Phya Sri Suriyawong, forsætis-
ráðherra Síams? Yðar hágöfgi,
frú Anna Leonowens.“
Enska konan hneigði sig lítið
eitt. Enda þótt forsætisráðherr-
ann væri hálf nakinn og bæri
engin tignarmerki, leyndi það
sér ekki, að hann var tiginn mað-
ur. Hann gaf einum aðstoðar-
mannanna bendingu, og hann
kom skríðandi til hans eins og
rakki. Forsætisráðherrann mælti
nokkur óskiljanleg orð, og
aðstoðarmaðurinn sneri sér að
Önnu Leonowens og ávarpaði
hana á ensku:
„Eru þér konan, sem á að
kenna konungsfjölskyldunni?“