Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 90
'SS
ÚRVAL
gat skipstjórinn bent Önnu á
bráðabirgðardvalarstað hjá
hafnarstjóranuni, sem var
enskur, og hét John Bush. Þar
fékk Anna góðar viðtökur, enda
þótt komið væri fram á nótt.
En Önnu varð ekki svefnsamt.
Morguninn eftir bað hún hafn-
arstjórann að ráðleggja sér,
hvað hún ætti að taka sér næst
fyrir hendur.
„Þetta er Síam,“ sagði Bush
hafnarstjóri. ,,Hér er það aðal-
atriðið að bíða, þar til röðin
kemur að manni. Engar áhyggj-
ur! Konungurinn hefur borgað
fargjaldið fyrir yður og hann
:mun gera boð eftir yður, þegar
þar að kemur.“
Morgunverðinum var varla
lokið, þegar sendiboði kom. For-
sætisráðherrann, eða Kralahome
eins og titillinn hljómaði á
:síömsku, beið eftir henni.
,,Verið nú ekki kvíðafull,“
sagði frú Bush við Önnu. „Þetta
fer allt vel. Þér verðið aðeins
að vera þolinmóð."
Kralahome tók á móti Önnu
:í móttökusal hallarinnar. Salur-
inn var geysistór, veggimir
þakktir skrautlegiun veggtjöld-
nm og niður úr loftinu héngu
Ijósakrónur úr kristali. Þegar
.Anna kom inn, sá hún að fjöldi
ungra stúlkna var á gægjum
bak við flauelstjald, sem hékk
um þveran salinn, frá lofti
til gólfs. í forsalnum var hópur
þjóna. Sumir vom illa búnir og
virtust vera þrælar, en aðrir vel
klæddir. — Þeir voru að öllum
líkindum ættingjar Kralahomes.
Anna og Louis námu staðar á
miðju gólfi og biðu átekta, full
eftirvæntingar.
Allt í einu dróst tjaldið til
hliðar og Kralahome birtist.
Hann var hálfnakinn eins og
kvöldið áður. Anna hafði haft
það mikil kynni af Austurlönd-
um, að hún skildi þenna búning
forsætisráðherrans sem móðgun
við sig, en fas hans var ekki
óvingjarnlegt, þegar hann rétti
henni höndina og sagði á ensku:
„Fáið yður sæti, herra.“
Hún þrýsti hönd ráðherrans
og brosti ósjálfrátt að orðinu
,,herra.“ Henni létti við að
heyra það og jafnvægi komst á
í huga hennar. Hún ákvað að
snúa sér þegar að umræðuefn-
inu, og vék sér því að túlkinum,
sem sat á gólfinu, og sagði:
„Viljið þér gera svo vel að
spyrja ráðherrann, hvort hann
geti ekki komið beiðni minni um
rólega íbúð á framfæri við hans
hátign sem allra fyrst? í bréfi