Úrval - 01.04.1948, Síða 86
tJRVAL,
84
Af þeim 185 tillögum, sem
Þjóðabandalagið lét athuga árið
1926, er aðeins ein, sem segja
má að til mála geti komið. Það
var félagið World Cálendar As-
sociation, sem bar hana fram,
og er hún í stórum dráttum á
þessa leið:
Árið byrjar á sunnudeginum
1. janúar. Því er skipt í árs-
f jórðunga, sem hver telur 91 dag
og skiptist í 3 mánuði, og er
einn þeirra 31 dagur, en hinir
30. 365. dagurinn, 31. desember,
er helgidagur. Allir mánuðirnir
byrja alltaf á sama vikudag:
janúar, apríl, júlí og október
byrja á sunnudegi; febrúar, mai,
ágúst og nóvember byrja á mið-
vikudegi; marz, júní, september
og desember byrja á föstudegi.
Afstaðan milli vikudaga og mán-
aðardaga breytist ekki. I hverj-
um mánuði eru 26 virkir dagar
og allir ársf jórðungarnir enda á
laugardegi.
Jóladagur verður á mánudegi
og tryggir það tvo hvíldar-
daga*) og eins um áramótin.
Páskadagur verður ákveðiim 8.
apríl, sem samkvæmt kirkjulegu
tímatali er talinn sennilegasti
dagurinn. Af því leiðir, að
Pálmasunnudagur verður 1. apr-
11, Uppstigningardagur 16. maí
og Hvítasunnudagur 26. maí.
Hlaupársdagur verður 31. júní.
Hann verður helgidagur og kall-
ast hlaupárssunnudagur. Við
þetta má bæta, að það myndi
nægja að sleppa hlaupársdegin-
um í f jörutíu ár til þess að sam-
ræma almanaksárið hinni nátt-
úrlegu skiptingu sólársins, þann-
ig að vetrarsólhvörf yrðu 1. jan.
Með þessu móti rjúfum við
ekki rétt tengsl við tímatal for-
tíðarinnar og breytum að heita
má engu í háttum okkar, en.
tímatalið verður hagkvæmt,
reglubundið, rökrétt, einfalt,
auðskilið og eins frá ári til árs.
*) Þrjá hvíldardaga, þar sem axm-
ar jóladagur er einnig hvíldardagur.
— Þýð.
coO00
Fyrir dómstól.
Hugo Black, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, varð em-
bættis vegna að vera við jarðarför manns, sem hann hafði haft
innilega fyrirlitningu á i mörg ár. Starfsbróðir Blacks kom of
seint í kirkjuna, settist við hliðina á honum og spurði, hvað at-
höfnin væri langt komin. „Verjandinn var að byrja ræðu sína.“
anzaði Black þurrlega. — Bennett Cerf.