Úrval - 01.04.1948, Side 28
Rottan.
Smásaga
eftir Aksel Sandemose.
EIR höfðu verið á sjónum í
þrjá daga, þegar matsveinn-
inn varð var við rottu um borð.
Hún var óð og ær af vatnsskorti,
og oft sat hún á vatnsgeymin-
um og lapti dropana, sem farið
höfðu til spillis. Þetta var ein-
kennilegt dýr, blásvört á bak-
inu og með mjótt trýni, rétt eins
og fiskur. Þegar hún stökk of-
an af vatnsgeyminum sló hún
bylmingshögg með halanum
eins og bjór.
Það var ekki um annað talað
en rottuna, og af þeim umræð-
Aksel Sandemose er fæddur á Jót-
landi árið 1899. Hann hefur gert víð-
reist og fengist við margs konar störf,
m. a. í Kanada og Nýfundnalandi.
Fyrstu bækur sínar skrifaði hann
á dönsku, en er nú frekar talinn
norskur og er skipað á sess með
fremstu rithöfundum Norðmanna. —
Helzta verk hans eru sögumar um
Espen Arnacke, einkum En Sömand
gaar i Land (1931) og En Flygtning
krydser sit Spor (1933).
um spruttu langar sögur um
skipstapa, drepsóttir og kænsku
þessara dýra. Rottan, sem var
að verða tryllt af örvæntingu,
fekk æðisköst á degi hverjum
og framdi þá allskonar ódæðis-
verk. Hún eyðilagði sígarettu-
birgðir prestsins og nagaði gat
á annan lakkskó skipstjórans.
Ef kvikindið komst í búrið að
nóttu til, var þar allt á tjá og
tundri að morgni. Fimm krónur
voru lagðar til höfuðs dýrinu,
og auk þess átti öll skipshöfn-
in að fá í staupinu daginn, sem
hún næðist. En veiðin gekk illa
lengi framan af, því að þetta
var dæmalaust vel gefin rotta.
Einn morgun sat hún uppi á
borði og drakk kaffi úr bolla
skipstjórans. Eftir það bar hann
jafnan skammbyssu og hækkaði
verðlaunin í tíu krónur, auk
heilflösku af 96 prósent spíri-
tus. Kaffibollanum, með því,
sem í honum var, laumaði hann
útbyrðis. Hann var sá eini, sem