Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 115
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
113-
Fa-ying klifraði upp í kjöltu
Önnu og hringaði sig þar eins
og kettlingur. Anna lagði frá
sér pennann. Enda þótt prins-
essan væri nærri átta ára gömul
var hún ekki stærri en fjögra
ára enskt barn. En yndisþokki
hennar stafaði ekki eingöngu
af líkamsfegurðinni, heldur af
hinni ljúfu skapgerð, sem jafn-
vel dálætið gat ekki spillt.
,,Ég skal kenna þér að teikna
og mála, ef hans hátign er það
ekki á móti skapi,“ sagði Anna.
Þá tók Fa-ying utan um hálsinn
á Önnu og þrýsti henni svo inni-
lega að sér, að Anna fór að þrá
Avis dóttur sína.
,,Og þegar þú ferð til Eng-
lands, Mem cha, viltu þá lofa
mér að fara með þér og Louis
á stóra, stóra skipinu?"
„Það er nú dálítið annað,“
mótmælti kennslukonan. ,,Ég er
smeyk við, að hans hátign leyfi
þér aldrei að fara svo langt í
burtu frá sér, jafnvel ekki með
mér. Hvernig gæti hann verið
án þín?“ Hún brosti og leit í
mild barnsaugun, sem fylgdust
með svipbrigðum á andliti henn-
ar af næmum skilningi.
„Jú, jú, hann lofar mér að
fara!“ sagði Fa-ying. „Hann
leyfir mér allt, sem mig langar
til. Honum þykir vænst um mig
af öllum. Hann lofar mér áreið-
anlega að fara, ef mig langar
til þess.“
„Mér þykir vænt um að heyra
þetta,“ sagði Anna og hafði
gaman af því, hve barnið var
fullvisst um vald sitt yfir kon-
unginum. „Mér þykir líka vænt
um, að þér skuli þykja gaman
að læra ensku og teikningu. Við
skulum fara til hans hátignar
og spyrja hann, hvort þú meg-
ir læra teikningu í staðinn fyrir
sanskrít."
Fa-ying stökk niður á gólfið
og þreif í hönd Önnu.
„Já, já, við skulum fara
strax!“
Síðan fóru þær til konungsins
og spurðu hann. Svipur hans
varð mildari, þegar hann leit á
litlu stúlkuna. Hann snerist ekki
gegn ósk dóttur sinnar, og dag
eftir dag kom hún til Önnu, þeg-
ar systkini hennar voru í sans-
kríttíma. Þetta var skemmti-
leg tilbreyting í skólastarfinu.
Stundum var litla stúlkan að
teikna eða mála. Stundum sat
hún kyrrlát og horfði á Önnu
teikna. Þegar hún þreyttist,
klifraði hún upp í kjöltu Önnu
og bað hana að segja sér sögu
úr Bíblíunni. Hún hafði miklar