Úrval - 01.04.1948, Page 115

Úrval - 01.04.1948, Page 115
ANNA OG SlAMSKONUNGUR 113- Fa-ying klifraði upp í kjöltu Önnu og hringaði sig þar eins og kettlingur. Anna lagði frá sér pennann. Enda þótt prins- essan væri nærri átta ára gömul var hún ekki stærri en fjögra ára enskt barn. En yndisþokki hennar stafaði ekki eingöngu af líkamsfegurðinni, heldur af hinni ljúfu skapgerð, sem jafn- vel dálætið gat ekki spillt. ,,Ég skal kenna þér að teikna og mála, ef hans hátign er það ekki á móti skapi,“ sagði Anna. Þá tók Fa-ying utan um hálsinn á Önnu og þrýsti henni svo inni- lega að sér, að Anna fór að þrá Avis dóttur sína. ,,Og þegar þú ferð til Eng- lands, Mem cha, viltu þá lofa mér að fara með þér og Louis á stóra, stóra skipinu?" „Það er nú dálítið annað,“ mótmælti kennslukonan. ,,Ég er smeyk við, að hans hátign leyfi þér aldrei að fara svo langt í burtu frá sér, jafnvel ekki með mér. Hvernig gæti hann verið án þín?“ Hún brosti og leit í mild barnsaugun, sem fylgdust með svipbrigðum á andliti henn- ar af næmum skilningi. „Jú, jú, hann lofar mér að fara!“ sagði Fa-ying. „Hann leyfir mér allt, sem mig langar til. Honum þykir vænst um mig af öllum. Hann lofar mér áreið- anlega að fara, ef mig langar til þess.“ „Mér þykir vænt um að heyra þetta,“ sagði Anna og hafði gaman af því, hve barnið var fullvisst um vald sitt yfir kon- unginum. „Mér þykir líka vænt um, að þér skuli þykja gaman að læra ensku og teikningu. Við skulum fara til hans hátignar og spyrja hann, hvort þú meg- ir læra teikningu í staðinn fyrir sanskrít." Fa-ying stökk niður á gólfið og þreif í hönd Önnu. „Já, já, við skulum fara strax!“ Síðan fóru þær til konungsins og spurðu hann. Svipur hans varð mildari, þegar hann leit á litlu stúlkuna. Hann snerist ekki gegn ósk dóttur sinnar, og dag eftir dag kom hún til Önnu, þeg- ar systkini hennar voru í sans- kríttíma. Þetta var skemmti- leg tilbreyting í skólastarfinu. Stundum var litla stúlkan að teikna eða mála. Stundum sat hún kyrrlát og horfði á Önnu teikna. Þegar hún þreyttist, klifraði hún upp í kjöltu Önnu og bað hana að segja sér sögu úr Bíblíunni. Hún hafði miklar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.