Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 80
Undarleg mótsögn: í»eir, sem eru við því búnir
að lifa einir, þurfa aldrei að lifa einir.
»Ég kenni dóttur minni að lifa einni«.
Grein úr „Woman’s Home Companion",
eftir David L. Cohn.
TÓG snæddi miðdegisverð með
einni af vitrustu konum,
sem ég þekki, og á eftir sátum
við og töluðum um það, sem
fyllt hefur hugi manna á öllum
öldum — hvernig maðurinn eigi
að öðlast hamingju í lífinu. Hún
sagði þá setningu, sem mér
fannst mikið til um: „Ég kenni
dóttur minni að lifa einni.“
Hún átti ekki við, að hún vildi,
að dóttir sín pipraði eða yrði
einsetukona. Hún vonar, að hún
muni giftast, eignast heimili,
börn og ánægjulegt fjölskyldu-
líf. En hún álítur, að ein leiðin
til að geta lifað hamingjusömu
og samrýmdu fjölskyldulífi sé
að kunna að lifa ein.
Þær konur eru sjaldgæfar,
sem hafa sömu áhugamál og
menn þeirra, eða giftast mönn-
um, er uppfylla drauma þeirra
um fullkominn eiginmann. En þó
að þetta skorti, þarf hjónaband-
ið ekki að mistakast, ef konan
kann að lifa ein.
Að læra að lifa ein er að finna
uppsprettu að auðugu lífi í huga
og ímyndunarafli sjálfs sín, án
þess að neita öðrum um neitt.
Það er í andlegum skilningi
sama og að hafa sitt eigið her-
bergi í húsi sínu, sem alltaf er
fullt af börnum að leikum og
starfi.
Að lifa einn, í þessari merk-
ingu, er einnig í því fólgið að
geta fundið ánægju í smámun-
um. Þeir sem þjálfa með sér
skarpa sjón og næma heyrn,
þjást aldrei af leiðindum eða
andlegri þreytu. Fyrir þá er
fagurt ský, leikur ljóss og
skugga í haustfölu mólendi og
fagurt blóm í garði, fyrirbrigði,
sem gleður hugann, endurnærir
sálina og gæðir heiminn nýju
lífi.
Þetta eru fagnaðarefni, sem
ekkert getur grandað, enginn
tekið frá okkur, og ekki krefj-
ast neinna fjárútláta eða tækja.
Þau eru eilíf og varanleg. Með
tilstilli þeirra getum við tekið