Úrval - 01.04.1948, Side 80

Úrval - 01.04.1948, Side 80
Undarleg mótsögn: í»eir, sem eru við því búnir að lifa einir, þurfa aldrei að lifa einir. »Ég kenni dóttur minni að lifa einni«. Grein úr „Woman’s Home Companion", eftir David L. Cohn. TÓG snæddi miðdegisverð með einni af vitrustu konum, sem ég þekki, og á eftir sátum við og töluðum um það, sem fyllt hefur hugi manna á öllum öldum — hvernig maðurinn eigi að öðlast hamingju í lífinu. Hún sagði þá setningu, sem mér fannst mikið til um: „Ég kenni dóttur minni að lifa einni.“ Hún átti ekki við, að hún vildi, að dóttir sín pipraði eða yrði einsetukona. Hún vonar, að hún muni giftast, eignast heimili, börn og ánægjulegt fjölskyldu- líf. En hún álítur, að ein leiðin til að geta lifað hamingjusömu og samrýmdu fjölskyldulífi sé að kunna að lifa ein. Þær konur eru sjaldgæfar, sem hafa sömu áhugamál og menn þeirra, eða giftast mönn- um, er uppfylla drauma þeirra um fullkominn eiginmann. En þó að þetta skorti, þarf hjónaband- ið ekki að mistakast, ef konan kann að lifa ein. Að læra að lifa ein er að finna uppsprettu að auðugu lífi í huga og ímyndunarafli sjálfs sín, án þess að neita öðrum um neitt. Það er í andlegum skilningi sama og að hafa sitt eigið her- bergi í húsi sínu, sem alltaf er fullt af börnum að leikum og starfi. Að lifa einn, í þessari merk- ingu, er einnig í því fólgið að geta fundið ánægju í smámun- um. Þeir sem þjálfa með sér skarpa sjón og næma heyrn, þjást aldrei af leiðindum eða andlegri þreytu. Fyrir þá er fagurt ský, leikur ljóss og skugga í haustfölu mólendi og fagurt blóm í garði, fyrirbrigði, sem gleður hugann, endurnærir sálina og gæðir heiminn nýju lífi. Þetta eru fagnaðarefni, sem ekkert getur grandað, enginn tekið frá okkur, og ekki krefj- ast neinna fjárútláta eða tækja. Þau eru eilíf og varanleg. Með tilstilli þeirra getum við tekið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.