Úrval - 01.04.1948, Síða 67
Tölur eru venjulega taldar óskáldleg fyrirbrigði,
en þó er stundum talað um —
Ævintýralegar tölur.
Úr bókinni „One Two Three . . . Infinity",
eftir George Gamow, prófessor.
t'FTIRFARANDI saga er sögð
^ af tveim ungverskum aðals-
mönnum, sem voru að keppa
um það, hvor þeirra gæti nefnt
hærri tölu.
,,Jæja,“ sagði annar, ,,þú nefn-
ir þína tölu fyrst.“
Eftir að hafa einbeitt hugan-
um í nokkrar mínútur, nefndi
hinn aðalsmaðurinn loks hæstu
töluna, sem hann gat hugsað sér.
„Þrír,“ sagði hann.
Nú varð fyrri aðalsmaðurinn
að leggja höfuðið í bleyti, en eft-
ir stundarfjórðungs íhugun
gafst hann upp.
„Þú hefur unnið,“ sagði hann.
Auðvitað hafa þessir ung-
versku aðalsmenn ekki verið á
háu gáfnastigi, og sagan er að
líkindum ekkert annað en ill-
girnislegur rógur, en slíkt sam-
tal hefði í raun og veru getað
átt sér stað milli tveggja manna,
ef þeir hefðu ekki verið Ung-
verjar, heldur Hottentottar. Það
er staðreynd, að sumir Hotten-
tottakynþættir geta ekki talið
nema upp að þrem.
Ef menn spyrja innborinn
mann á þessum slóðum, hve
marga syni hann eigi eða hve
marga óvini hann hafi vegið,
svarar hann ,,marga“, ef talan
er hærri en þrír. Þannig getur
hvaða barn sem er í menning-
arlöndum, sigrað herskáan Hott-
entotta í keppni um að telja
upp að tíu.
Nú á dögum teljum við það
sjálfsagt og eðlilegt, að við get-
um skrifað eins háa tölu og við
viljum — hvort sem um er að
ræða herkostnað í aurum eða
fjarlægðir stjörngeimsins í
þumlungum — með því að skrifa
nægilega mörg núll hægra meg-
in við einhverja tiltekna tölu.
Það er hægt að bæta við núll-
um, þar til maður er orðinn
dauðþreyttur í hendinni, og áð-
ur en varir er talan orðin hærri
en heildartala allra frumeind-
anna í alheiminum, miðað við