Úrval - 01.04.1948, Side 53
BÖRNIN SÁLGREINA SIG SJÁLF
51
— möguleikanum til að verða
eðlilega þroskuð manneskja.
Af þessu leiðir: barn yðar
þarfnast föður eða, ef hann er
dáinn, staðgengil föðurs —
frænda, afa eða einhvers ann-
ars fullorðins karlmanns — sem
getur hænt það að sér og haft
ekilægan áhuga á leik þess og
störfum.
Horfið á börn yðar að leik,
og þér getið séð, hvers konar
foreldri þér eruð. Börn skýra
frá leyndustu hugsunum sínum
og tilfinningum með leik sínum,
og ef þér lesið lexíuna yðar rétt,
getið þér aðstoðað þau við að
sigrast á erfiðleikunum í heimi
þeirra. Með því að komast að
raun um, hvað amar að þeim
og hvað skortir, getið þér bætt
úr ágöllunum og hjálpað þeim
til að verða hamingjusamar og
eðlilega þroskaðar manneskjur.
CS3 ^ CV3
Mikil viðurkenning'.
Fyrir fjölda mörgum árum fór afi minn í leikhúsið til að horfa
á hinn kunna leikara Frank Bacon leika eitthvert vinsælasta
hlutverk sitt í leikritinu Ligtnin’ (Elding), gamalreyndan her-
mann í her Norðurríkjanna í Borgarastyrjöldinni, Bill að nafni.
Hámarki í áhrifamætti náði leikur hans, þegar hann situr einn
á leiksviðinu, drukkinn og grátandi, í tötralegum einkennis-
búningnum.
Áfi sat á fremsta bekk og leikur Bacons hafði náð algerum
tökum á honum. Hann hallaði sér áfram og kallaði: „Bill, hvar
er heiðurspeningurinn þinn?“
Bacon áttaði sig strax. „Ég — ég er búinn að týna honum,
félagi,“ sagði hann lágum rómi.
Það var meira en afi gat þolað. Áhorfendur héldu niðri í sér
andanum, því að þeir áttuðu sig strax á, hvers kyns var. „Bill,“
sagði afi minn og þreifaði á jakkahominu sínu, „ég vil, að þú
takir við mínum heiðurspening." Svo gekk hann fram að leik-
sviðinu og rétti Bacon peninginn, en áhorfendur lustu upp feiki-
legum fagnaðarópum, sem aldrei ætluðu að taka enda. Bacon
hefur sjálfur sagt, að þetta sé mesta viðurkenning, sem hann
hafi nokkru sinni hlotið fyrir leik sinn.
Jane Seely Zeliff í „Reader’s Digest".