Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 57
DÆMISAGAN UM TÖLURNAR
55
frammi fyrir þeim og grátbað
þá að lofa sér að halda tölun-
um. Þær væru honum nauðsyn-
legar, vegna fatanna og vegna
framtíðarinnar, miklu nauðsyn-
legri en þeim.
Þeir horfðu reiðilega á hann.
,,Það er göfugmannlegt af okk-
ur,“ sögðu þeir, ,,að taka að-
eins tölurnar. Hugleiddu það. Og
flýttu þér nú.“
Og maðurinn fór út í horn og
klippti af sér tölurnar: af erm-
unum, framan af jakkanum, all-
ar tölurnar af vestinu og að lok-
um axlabandatölurnar, og líka
þær, sem nauðsynlegar eru vel-
sæmis vegna — já, þær líka.
Þegar hann hafði lokið þessu
sorglega verki, tók hann saman
tölurnar og auðvitað skærin
Líka, og fékk mönnunum. „Þetta
er gott,“ sögðu þeir, „nú máttu
fara. Og ef þú vinnur vel, skul-
um við einhvern tíma selja þér
fallegt hálsbindi.“
,,Ég mun aldrei framar geta
unnið,“ sagði maðurinn, „og ekki
mun ég heldur geta hnýtt háls-
bindi.“
„Hvers vegna ekki?“ spurðu
þeir undrandi.
„Vegna þess,“ sagði hann
hryggur, „að það sem eftir er
æfinnar verð ég að nota hend-
urnar til eins og aðeins eins:
til að halda uppi um mig bux-
unum.“
,,Þú ætlar þó ekki að fara að
stofna til vandræða enn einu
sinni?“ spurðu þeir hvatlega,
og svo fóru þeir leiðar sinnar og
tóku með sér skærin og tölurn-
ar.
En maðurinn stóð kyrr í sömu
sporum, þangað til hann dó, og
hélt dauðahaldi í buxurnar, og
þeir, sem framhjá gengu, forð-
uðust að líta á hann.
En tölunum var skipt og þær
látnar ofan í skúffur, innan um
annað dót, sem menn einhverra
hluta vegna geta ekki fengið af
sér að fleygja.
° • ★ • 0
Á dögum Viktoríu drottningar í Englandi (á siðari hluta nítj-
ándu aldar) var það talið ósiðsamlegt að setja bækur eftir karl-
og kvenrithöfunda hlið við hlið í bókahillu, nema ef höfund-
amir voru hjón. — Allt.